25.10.2008 | 23:59
Það sem flestir nefna.
"Ekki benda á mig" sagði varðstjórinn í lagi Bubba og það er rauði þráðurinn í því sem allir segja nú sem tengjast hruni íslensks fjármálalífs. Margt á líklega enn eftir að koma í ljós sem varpað getur nánara ljósi á það en samt er það undarleg tilviljun hvað langflestir nefna og hafa sumir hverjir nefnt síðustu ár, en það er krónan og stefna Seðlabankans.
Sú stefna, stýrivexitir og afnám bindiskyldu þýddi óraunhæfa uppskrúfun á háu gengi krónunnar sem leiddi af sér óðainnflutning, lántökur og skuldsetningu til eyðslu og þenslu auk krónubréfanna sem hengu beinlínis eins og bensínbrúsar yfir þenslubálinu. Margir af færustu kunnáttumönnum okkar bentu á þetta æ ofan í æ en ekkert gerðist.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag er sagt að ekki verði gerð breyting á þessu nema með samþykki Sjálfstæðisflokksins. Og hvað þýðir það? Að það þurfi að bíða til 2011 til að Sjálfstæðisflokkurinn muni að lokum fá þá útreið í kosningum að það þurfi ekki lengur samþykki hans?
![]() |
Krónan stærsta vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2008 | 10:35
Inn á við og út á við.
![]() |
Innstæður frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)