27.10.2008 | 23:42
Veskið oft á dag.
Það hefur verið sagt vera helsta lögmálið í kosningum að fólk kjósi eftir veskinu. Oft hefur það verið þannig í íslenskum stjórnmálum að mikilar sveiflur hafa verið í skoðanakönnunum en síðan hefur fylgið skilað sér í básana á kjördegi. Það verður afar fróðlegt að vita hvernig þetta verður núna.
Fundurinn í Iðnó og mótmælafundir og göngur undanfarnar vikur sýna að gríðarleg undiralda er í þjóðfélaginu sem getur endurspeglast í slíkum skoðanakönnunum, bæði í sveiflum á fylgi flokkanna og einnig í því að allt að helmingur kjósenda sýnir stjórnmálamönnum vantraust með því að vilja ekki gefa upp stuðning við neinn þeirra.
Líklegt er að stjórnmálamennirnir muni treysta á það sem kallað hefur verið gullfiskaminni kjósenda þannig að ekkert markvert muni breytast í næstu kosningum.
En þá er það bara spurningin hvort veskið geti truflað þetta fyrir þeim. Á hverjum einasta degi næstu árin munu kjósendur verða minntir á þá sem áttu að vera á vaktinni og við stjórnvölinn þegar hrunið byrjaði sem fólk mun finna á veskinu oftar en einu sinni á dag.
Sumir á þann hátt að ekkert sé í því. Ef veskið mun ekki ráða neinu nú og næstu árin mun það varla ráða neinu framar.
Og þá er þetta lögmál sé ekki eins algilt og af er látið.
![]() |
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.10.2008 | 12:22
Úlfurinn 1987 og 2008.
1987 varð mikil lækkun á hlutabréfum í Wall Street. Ég man að ég vann ásamt fleirum á fréttastofu Sjónvarpsins undir stjórn Yngva Hrafns Jónssonar við að senda út aukafréttatíma um kvöldið. Næstu daga á eftir rétti markaðurinn sig af og við vorum sakaðir um að hafa gert of mikið úr málinu og hrópað úlfur! Úlfur!
En nú á slíkt ekki við lengur. Úlfurinn er raunverulegur og fer um allan heiminn. Það er sérkennileg tilviljun að í upphafi síðustu aldar liðu 22 ár á milli þess að mikil lækkun varð á markaðnum, en J.P.Morgan tókst á undraverðan hátt með aðstoð annarra að koma í veg fyrir hrun.
Þetta fyllti menn kæruleysi, - úlfurinn sem talað var um 1907 virtist ekki raunverulegur. En 1929 var hagkerfið miklu stærra og flóknara og aðdragandinn alveg sá sami og nú, - sívaxandi verslun með verðmæti, sem höfðu að mestu verið á pappírnum.
Nú er fjármálakerfi heims miklu stærra og flóknara en 1987 og undirrótin auk þess undimálslán, afleiður, vogunarsjóðir og krosstengingar um allan heim. Kínverjar hafa fjármagnað gríðarlegan viðskiptahalla Bandaríkjanna og það hlaut að koma að því að þessi spilaborg hryndi, ekki aðeins á Íslandi heldur í fleiri löndum.
Það má búast við meiri tíðinum og mörgum þeirra ótrúlegum, bæði hér og um allan heim næstu vikur og mánuði.
![]() |
Hlutabréf falla áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)