Ekki rétt röð.

Tveir þingmenn hafa sagt af sér þingmennsku. Annar vegna mistaka og dómgreindarskorts við undirróður gegn andstæðingi sínum í flokknum og hinn væntanlega vegna þess að sjónarmið hans varðandi ESB hafa orðið undir.

Það er eftirsjá að þeim báðum og mér hefur líkað persónulega mjög vel við þá. Guðni á eftir að útskýra betur sína afsögn. Hann ber sinn hluta af ábyrgð Framsóknarflokksins á því ástandi sem komið er upp en maður skynjaði það allan tímann að honum var ekki sama um þá pólitík sem Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir ráku.

Hann viðurkenndi í sjónvarpsviðtali í fyrradag að hafa ekki talað nógu skýrt. Á sínum tíma sagði hann í óþökk virkjanasinna að Þjórsárver væru í sínum huga heilög vé.

Ég hefði viljað sjá þær Valgerði og Siv segja af sér á undan Guðna og þá sem mestu ábyrgðina bera á hruninu nú segja af sér á undan þeim öllum.

Valgerður og Siv hafa verið höfuðdrifkraftarnir í hinni skefjalausu stóriðjustefnu flokksins. Valgerður var á kafi upp fyrir haus í einkavæðingarspillingunni sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir lýsti svo vel í Silfri Eglis og Siv tók á sig að bera ein þann kross að leyfa mesta umhverfishneyksli Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun.


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt í land.

Heimsbyggðin þarf að fá rétta mynd af því sem hefur gerst hér á landi en það er langt í land að endurheimta það álit sem þjóðin hafði.

Sumum finnst það neikvæð mynd sem birtist í mótmælum á Íslandi en ég held að það sé þvert á móti. Með því móti sé verið að grafa undir trausti á íslenskum ráðamönnum.

Ég spyr: Hvaða trausti? Trausti mannsins sem rak ranga stefnu í peningamálum og auglýsti í erlendum sjónvarpsstöðvum að við værum skúrkar? 

Öflug mótmæli sýna að tugþúsundir saklausra Íslendinga hafa orðið fyrir barðinu á þessum ósköpum, ekki síður en grandalausir útlendingar sem trúðu íslenskum fjármálastofnunum fyrir ævisparnaði fjölskyldu og ættar.


mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pukur og lygar ráðamanna með rúið traust.

Þetta eru stór orð en það þarf ekki annað en að rekja stanslaus ósannindi ráðamanna allt frá í mars í vor, nú síðast varðandi tengsl Icesafe reikinganna við gereyðiagt traust og orðstír Íslands til að sjá að engin önnur orð er hægt að nota,

Framkvæmdastjóri þess frábæra útrásarfyrirtækis Össurar sagði í útvarpsfréttum það sem öllum er ljóst innanlands og utan og ég reyndi að lýsa í Silfri Egils í gær, að íslenskir ráðamenn og þjóðin þar með eru rúnir öllu trausti erlendis og áframhaldandi seta þeirra allra er endanleg sönnun þess fyrir erlendar þjóðir um víða veröld, að Íslendingum sé ekki við bjargandi.

Íslenskir ráðamenn standa beinlínis í vegi fyrir því að endurreisn geti hafist á leið okkar til virðingar, sóma og viðskiptavildar, sem meta má til lengri tíma litið til tugþúsunda milljarða króna, ef menn vilja endilega leggja peningalegan mælikvarða á það sem skiptir þó meira máli en peningar.

Veruleikafirring þeirra og afneitun leiðir til sífellds undanhalds og undanbragða, tilviljanakenndra viðbragða í stað þess að viðurkenna vandann refjalaust og byggja upp á þeim grundvelli frumkvæði og raunhæfar aðgerðir.

Nú berst til okkar með krókaleiðum erlendis frá að í utanríkisráðuneytinu sé í leyni sé búið að gera drög að umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Íslandshreyfingin taldi fyrir síðustu kosningar eðilegt að slík umsókn og samningsmarkmið yrðu unnin til þess að geta gripið til þeirra ef þjóðinni teldi nauðsynlegt að láta á slíkt reyna. Þetta ætti auðvitað að gera í tengslum við djúpa, ítarlega og opna umræðu en ekki í einhverju pukri og leynd inni í ráðuneyti.

Á hverjum degi koma nýjar fréttir sem minna okkur á það hve djúpt ráðamenn eru sokknir og þar með við öll í augum umheimsins. Það hefur verið dapurlegt að þurfa að benda á þetta nær daglega í bloggpistlum mínum.

En kannski leiðir þetta til góðs. Áfengisfíklar hafa sumir þakkað endurreisn sína því að þeir sukku nógu djúpt til þess að augu þeirra opnuðust. En það gat ekki gerst án álgerrar kúvendingar og endurmats á lifsgildum.


mbl.is Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill gefur tóninn.

Ég sagði í gamni við Egils Helgason í gærkvöldi að hann hefði verið "valtarinn" í hópi sjónvarpsfólks á Edduhátíðinni þegar hann sópaði til sín styttunum. Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugu sjónvarps- og kvikmyndagerðafólki til að upplýsa þjóðina og hjálpa henni til að ná áttum. Þar hefur Egill verið í fararbroddi og er því vel að verðlaunum og hvatningu kominn.

Mér líst vel á þá breytingu sem hann hefur gert á Silfrinu, að láta ekki fjóra viðmælendur sína verða eins og gaggandi hænsn hvert upp í annað svo að úr verður ruglingslegur hávaði heldur gefa hverjum og einum rými til að bera fram sitt mál. Til hamingju, Egill !


mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband