8.11.2008 | 19:10
"Finnska leiðin" - tvær leiðir.
Þegar ég hóf að ræða opinberlega það sem kalla mátti "finnsku leiðina" átti ég við þá hlið endurreisnarinnar eftir kreppuna í Finnlandi sem laut að því að hætta við stórvirkjun og stóriðju og einbeita kröftunum að þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Í Lapplandi var 50% atvinnuleysi en þar tókst að koma þeim hluta Finnlands á þann stall að fleiri ferðamenn koma þangað nú yfir vetrarmánuðina eina en allt árið hér á Íslandi.
Á Austurvelli í dag var hins vegar í ræðu beðið um að gjalda varhug við "finnsku leiðinni." Þar var átt við hin hrikalegu mistök og ranglæti á félagslega sviðinu sem hafði skelfilegar afleiðingar fyrir fjölda fólks.
Ekki dettur mér í hug að mæla með þessari hlið þeirra rástafana sem Finnar gripu til. Að því leyti getum við lært af biturri reynslu þeirra og lært af henni til sem víti til varnaðar.
En við getum líka lært af þeirri góðu reynslu sem fólst í því að beisla hugvit, menntun og frumkvæði í þekkingariðnaði frekar en að fara út í stórkarlalegar stórvirkjanir og stóriðju. Það er sú "finnska leið" sem ég er að tala um, - ekki sú "finnska leið" sem fólst í stórkostlegu félagslegu ranglæti.
![]() |
Kjörumhverfi fyrir spillingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.11.2008 | 10:25
Hefðbundin viðbrögð í lýðræðisríki.
Allt frá dögum Gandhis og síðar Martin Lúthers Kings hefur þróast ákveðið form þeirra þátttöku borgaranna í lýðræðinu að koma saman og mótmæla því sem fólk telur þarft að tjá sig um. Þetta er orðin hefð í öðrum löndum en hér á landi virðist einhver feimni við að nýta þennan sjálfsagða rétt og láta fulltrúana í fulltrúalýðræðinu vita af því hvað er að gerast í hugum fólks á fleiri stundum en rétt meðan kjörseðill er látinn detta í kassa.
Það er ekki gott fyrir Íslendinga út á við ef fólk, sem telur sig illa leikið, mótmælir aðeins erlendis. Ef ekki er hreyft samskonar andmælum hér landi styrkir það þá ímynd Íslendinga, sem sjá mátti spilaða æ ofan í æ í sjónvarpsfréttum erlendis, að íslenska þjóðin væri samansafn skúrka sem borguðu ekki, stæðu ekki við skuldbindingar sínar.
Útlendingar mega vel vit af reiðinni og óánægjunni sem sýður á þúsundum Íslendinga sem eru grátt leiknir.
![]() |
Sameinast gegn Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)