13.12.2008 | 22:08
Fleiri bætast á vagninn okkar.
Fyrr í haust hefur það verið fært fram í nokkrum bloggpistlum mínum að taka þurfi ESB-málið út úr farvegi flokkastjórnmála og kjósa sérstakega um hvort sækja eigi um aðild. Rétt er að minna á skýra ályktun stjórnar Íslandshreyfingarinnar í þessa veru og um önnur mikilvæg mál nú um stundir, sem sjá má á heimasíðu flokksins.
Nú bætast sífellt fleiri á þennan vagn hjá okkur, nú síðast VG, Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson og Björn Bjarnason.
Áður hafði Björn komið yfir á vagn okkar kosningastefnu, að búa þyrfti til vegvísi að inngöngu með því að hafa aðildarumsókn með samningsmarkmiðum til reiðu þegar og ef til samningaviðræðna kæmi.
Þeir Bjarni og Illugi ræða líka mjög lauslega um breytingar í lýðræðisátt, en í því máli hefur Íslandshreyfingin mjög skýra og ákveðna stefnu, sem sé þá að breyta kosningalögunum strax og kjósa eftir þeim nýju reglum í næstu kosningum, en þess utan þarf að drífa í öðrum breytingum, sem kalla á breytingar á stjórnarskrá.
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.12.2008 | 12:01
Mikilvægi hjartalagsins.
Útför Rúnars Júlíussonar var óvenjuleg um margt. Ekki rekur mig minni til þess að kirkjur í tveimur byggðarlögum hafi verið fullar út úr dyrum við slíka athöfn. Alls hafa líkast til á annað þúsund manns hafi verið viðstaddir.
Ahöfnin í Keflavík var mjög eftirminnileg og einhvern veginn mótaði hún endanleg tímamót í viðhorfi margra til þessa bæjarfélags.
Nú, þegar tvö ár eru liðinn síðan herinn fór af vellinum, er hið raunverulega gildi þessa samfélags, fólksins sem þar býr, menningar þess og þess gildis sem það hefur gefið Íslendingum að birtast þjóðinni í sinni réttu mynd, óbjagað af harðvítugum deilum um varnarliðið og áhrif þess á íslenskt samfélag.
Loksins fær hin keflvíska menning að njóta sannmælis. Rúnar var mikill Keflvíkingur og það er af ráðnum hug sem ég nota það orð í minningu hans. Vona ég að íbúar Reykjanesbæjar virði það.
Það sem stendur upp úr að mínum dómi var að það var einstakt hjartalag þessa öðlings sem dró svo margt fólk að við hinstu kveðju, sennilega meirihluta jarðarfarargesta.
Það er uppörvandi og táknrænt á tímum, þegar gildismat þjóðarinnar gengur í gegnum nauðsynlega og þarfa endurnýjun. Að því leyti eigum við Rúnari svo miklu meira að þakka en felst í þeim dýrmæta tónlistararfi sem hann lét eftir sig.
![]() |
Fjölmenni við útför Rúnars Júlíussonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)