Afsakið, kollega þeirra, ekki kollegi sinna.

Fyrsta setning fréttarinnar sem þessi pistill er tengdur við stingur of mikið í augun til að hægt sé að láta slíkt fara fram hjá sér. Tilraunirnar í fréttinni áttu enga "kollega", heldur vísindamennirnir sem unnu fyrir nasista.

Rugl af þessu tagi er lífseigt. Samkvæmt minni málkennd hefði þessi fyrsta setning fréttarinnar átt að vera svona: "Tilraunir vísindamanna í Þýskaland nasismans lutu víðtæks samþykkis kollega ÞEIRRA, " ekki kollega "sinna."

Dag eftir dag heyrast fréttamenn ruglast á tíðum og segja til dæmis: "Hann sagði að hann HAFI gert mistök." Þarna er með komið tíðarugl í fréttina og þetta leiða fyrirbrigði verður æ algengara.

Emil Björnsson, gamli fréttastjórinn minn, var fljótur að gefa mér og öðrum línuna: "Haltu sömu tíð í setningingunn" sagði hann. Þá verður fyrrnefnd setning: "Hann sagði að hann HEFÐI gert mistök."


mbl.is Tóku tilraunum nasista með velþóknun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringurinn lokast.

Æðstu ráðamenn landsins hafa búið til dásamlegt launakerfi til handa sjálfum sér og ein birtingarmynd þess birtist í dag þegar kjararáð kvaðst ekki geta lækkað laun æðstu manna vegna þess að það væri bannað í lögum, reyndar lögum sem þessir sömu æðstu menn komu á.

Topparnir "neyðast" til að taka ofurlaunin vegna þess að annars yrðu þeir annað hvort lögbrjótar eða að atgerfisflótti yrði ef launin sem í boði eru væru of lág. Þá gefa menn sér það að ekki fáist eins hæfir menn í störfin.

Enn hefur ekki frést af æðstu stjórnendum sem hafa tekið frumkvæði sjálfur persónulega og hreinlega gefið eitthvað af þessum launum til góðra mála.

Nú heyrist reyndar í fréttum að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir lagabreytingum svo að hægt verði að lækka launin.
Þá er bara að sjá hvort það muni taka sama tíma og hefur tekið að kroppa eitthvað í eftirlaunasósómann frá 2003.


mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. desember, merkasti sjálfstæðisdagurinn.

Ég tel að 1. desember 1918 marki stærsta lagalega skrefið í sjálfstæðisátt fyrir Íslendinga, stærra skref en lýðveldisstofninun 17. júní 1944 og stærra skref en heimastjórnin 1. febrúar 1904. Það var vegna þess að í sambandslagasamningnum 1918 fólst lokaskrefið í sjálfstæðisbaráttunn sem ekki fólst í heimastjórnarlögunum.

Rök mín eru þessi, nánar tiltekið:

1. desember 1918 tók gildi samningur sem fól í sér, að enda þótt Íslendingar hefðu danskan kóng sem þjóðhöfðingja, Danir færu með utanríkismál og landhelgisgæslu, hæstiréttur væri í Kaupmannahöfn og íslenska krónan fest við þá dönsku, var okkur samkvæmt samningnu heimilt eftirfarandi:

1. Að stofna íslenskan hæstarétt. Það var gert með hraði.
2. Að slíta íslensku krónuna frá þeirri dönsku. Það var gert 1922. (Kannski illu heilli)
3. Að fikra sig í átt til þess að taka utanríkismálin í okkar hendur.
4. Hvor þjóðin um sig sagt samningnum upp eftir 25 ár. Það gerðu Íslendingar og stofnuðu lýðveldi 1944. Þetta eina ákvæði var ekki aðeins langstærsta skrefið til algers sjálfstæðis og rofinna tengsla við Danmörku, heldur fólst í því raun lokaskrefið sjálft. Án þessa ákvæðis hefðu Íslendingar ekki getað þjóðréttarlega séð eða með stuðningi bandamanna stofnað lýðveldi 1944.

Þess vegna er hægt að taka undir þau orð forseta Íslanda við þingsetningu í haust að lyfta eigi 1. desember til þeirrar virðingar sem hann naut allt frá 1918 fram á sjötta áratug síðustu aldar.


Bloggfærslur 2. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband