20.12.2008 | 19:56
Ávextir fóstbræðalagsins.
Eitt atriði í fóstbræðralagi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar voru brjálæðislegar fjárfestingar í sendiráðshöllum erlendis, svo sem í Japan á sama tíma og þetta austræna stórveldi lét sér nægja leiguhúsnæði á annarri hæð í venjulegri skrifstofubyggingu í Reykjavík.
Það stakk í augu mín þegar ég kom til Maputo í Mosambík að íslendingar voru með einhverja stærstu og dýrustu bygginguna fyrir sendiráð sitt á flottasta útsýnisstaðnum í borginni.
Þaðan var frábært útsýni yfir flóann fyrir sunnan borgina en handan hans blasti við landsvæði sem var í raun eins langt frá nútímanum og hugsast gat, - allt með svipuðum blæ sárustu fátæktar og örbirgðar og verið hafði um aldir.
Hrikalegasti ávöxtur þessa fóstbræðralags voru þó Kárahnjúkavirkjun hér heima með Davíð barðist fyrir með kjafti og klóm fyrir fóstbróður sinn sem og einkavinavæðing bankanna með helmingsskiptum stjórnarflokkanna.
Davíð gaf eftir sannfæringu sína fyrir því að bankarnir ættu að vera í dreifðri eign margra smárra hluthafa í anda Eyjólfs Konráðs heitins og samþykkti í staðinn upphafið að lokakafla stjórnmála sjálftöku og spillingar sem þjóðin sýpur nú seyðið af. "Follow the money" er sagt vestra þegar rekja þarf helstu spillingarmálin, - hér heima: "Finndu Finn."
Spjöllin vegna virkjanaæðisins verða aldrei bætt og taka mun mörg ár eða áratugi að hreinsa upp óhroðann, sem sprakk í bankahruninu.
![]() |
Sendaherrabústaðir verði seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)