27.12.2008 | 17:30
Erfiðir útmánuðir.
Eftir áfall haustmánaðanna hafa flestir, sem í þeim lentu, áreiðanlega lagt á það áherslu að komast í gegnum hátíðir áramótanna á sem skaplegastan hátt. Því miður er næsta víst að það á eftir að harðna verulega á dalnum strax eftir áramót, einkum á útmánuðum.
Það verður peningalegt frost á Fróni og "harmar hlutinn sinn" margur vinnandi hásetinn þegar gluggaumslögin koma inn um lúgurnar.
Stjórnarflokkarnir munu vafalaust reyna að dreifa athygli fólksins með því að keyra upp umræður um ESB og hávaða og rót í kringum landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Þeir ætla að nota landsfundinn sem afsökun fyrir því að skipta ekki úr ráðherrum og draga allt slíkt sem mest þeir mega á langinn.
Sú spurning er áleitin hversu langt þeir munu komast upp með að þeir, sem mestu ábyrgðina bera, komist hjá að axla hana. Það er umrót framundan og það má ekki gerast að engu verði breytt og spillingin, sjálftökustjórnmálin og ábyrgðarleysið látið halda áfram.
![]() |
Friðsamleg og málefnaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)