Erfitt að lesa út úr þessum 8%.

Þegar upp hafa komið hugmyndir um nýja stjórnmálaflokka hefur raunin oftast verið sú að fylgið í fyrstu skoðanakönnunum hafa gefið til kynna miklu meira fylgi en hefur skilað sér í kosningum.

Eitt gleggsta dæmið um þetta var fyrirhugað framboð aldraðra fyrir kosningarnar 2007. Í fyrstu skoðankönnunum virtist þetta framboð geta náð meira en 10% fylgi. Viðbrögð flokkanna, sem fyrir voru urðu þau að leggja stóraukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja.

Fylgi hins boðaða framboðs hrapaði í skoðanakönnunum eftir þetta og svo fór að lokum að þeir sem fyrir framboðinu stóðu gátu ekki einu sinni komið því á legg.

Fyrstu skoðanakannanir sýndu gríðarlegt fylgi Borgaraflokksins og Bandalags jafnaðarmanna á sinni tíð, allt að 27%.
Svipað var að segja um ÞJóðvaka. Í öllum tilfellunum hríðféll fylgið þegar nær dró kosningum og aðeins hluti skoðanakannanafylgisins skilaði sér.

Athyglisvert misræmi er á milli talnanna hjá MMR annars vegar og Capacent Gallup og Fréttablaðsins hins vegar. Fylgi Samfylkingar, Framsóknar og Íslandshreyfingarinnar er mun minna hjá MMR en hinum aðilunum.

Kannski liggur munurinn í netnotkun MMR, en hlutfall hennar gagnvart notkun síma er ekki gefið upp. Ég held að notkun netsins skekki niðurstöður vegna mismunandi notkunar þjóðfélagshópa á netinu.

Hvað snertir hreyfingar á fylgi njóta Capacent og Fréttblaðiðsins þess að eiga langan feril að baki í skoðanakönnunum. Enn sem komið er held ég að meira mark sé á hinum eldri könnunum, hvað sem síðar verður.


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki seldur, sárt saknað.

Rúnar Júlíusson tengist mér sérstökum böndum. í meira en þrjátíu ár var hann fastamaður í svonefndu Stjörnuliði sem keppt hefur árlega á ýmsum stöðum víða um land. Leikmenn í þessu liði hafa líkast til verið vel á annað hundrað alls í gegnum árin. Eðli málsins samkvæmt hefur verið mikið gegnumstreymi leikmanna í liðinu á svo löngum tíma því stjörnur á sviði lista, stjórnmála og íþrótta koma og fara.

Rúnar var eini leikmaðurinn fyrir utan okkur bræðurna, Jón og mig, sem hefur leikið með liðinu allan tímann og aðeins misst úr tvo eða þrjá leiki. Alltaf kom hann, ljúfur, léttur og yndislegur, frá Keflavík og lagði sitt af mörkum hvernig sem heilsan var.

"Þú verður aldrei seldur" sagði ég eitt sinn við hann þegar hann kom til leiks, nýkominn úr erfiðum veikindum og spilaði meira af vilja en getu í einum af tugum leikja okkar í Vestmannaeyjum. "En kannski fjarlægður", svaraði hann brosandi og tók um hjartastað. "Það er ekki hægt að kveðja á heppilegri stað" bætti hann við og leit yfir knattspyrnuvöllinn.

Honum auðnaðist að láta ljós sitt skíina mörg ár eftir það og það varð að lokum ekki knattspyrnuvöllurinn þar sem kallið kom, heldur sviðið sem hann hafði átt í meira en fjörutíu ár. "Ekki hægt að kveðja á heppilegri stað".

Gull að manni, ljúfur, brosmildur og jákvæður. Fallinn er frá sá sem best söng lagið "Þú ein" við brúðkaup. Hans er sárt saknað. Hann átti engan sinn líka.


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband