VG tekur upp mál Íslandshreyfingarinnar.

Eins og ég hef bent á í bloggpistlum og kemur einnig fram í nýjustu ályktun stjórnar Íslandshreyfingarinnar, hafa íslensk stjórnmál verið í gíslingu ESB-málsins, sem hefur klofið flokka og truflað samskipti flokkanna á öðrum sviðum.

Í ályktun okkar, sem sjá má á heimasíðunni islandshreyfingin.is, lögðum við til, eins og VG, að haldnar yrðu tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur, eingöngu um þetta mál. Þær gætu þess vegna verið samstíga alþingiskosningum, sem yrðu á næsta ári.

Íslandshreyfingin hefur líka lagt til aðgerðir umfram aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að forðast fjöldagjaldþrot heimilanna. Þar verður að feta vandrataða leið, því að takmörk eru fyrir því hve mikið ríkissjóður getur tekið á sig vegna þessa. Hitt er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar duga hvergi nærri til og ef ekkert verði að gert verði tjón allra, líka ríkissjóðs, meira en ef aðgerðum verði beitt.

Athyglisvert er hins vegar að sjá, að enginn hinna flokkanna tekur undir kröfu Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands, um að lögleiða í kosningalögum þegar í stað reglur um persónukjör í alþingiskosningum og niðurfellingu 5% þröskuldsins í fylgi á landsvísu.

Endurbót á þessu sviði er prófsteinn á raunverulega lýðræðisvilja hinna flokkanna. Ef þeir hafa ekki áhuga á þessu vilja þeir áfram hafa hér sama ástand og verið hefur, að meirihluti þingmanna verði áfram í svonefndum "öruggum sætum", þ.e. að vera The Untouchebles."


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband