Þetta er nú ekki mikið.

Ástríðufull fyrstu kynni hafa hvað eftir annað, svo lengi sem sögur ná aftur, valdið því að viðkomandi hefur ekki aðeins hætt að heyra, heldur líka að sjá eða vita sitt rjúkandi ráð. Ef það er rétt í fréttinni að kínverska konan hafi fengið heyrnina mjög fljótlega eftir kossinn mikla hefur hún farið betur út úr þessu en margur annar.

Það var til dæmis ekki fyrr við skilnað rúmum 40 árum eftir fyrstu kynni foreldra minna sem móðir mín áttaði sig endanlega á að þessi sjóðheita ást hafði verið verið blind og heynarlaus ást frá upphafi, - og löngu vonlaust að halda hinni stormasömu sambúð áfram.

Og mikið á maður nú slíkri blindu og heyrnarleysi ástarinnar að þakka!


mbl.is Missti heyrnina eftir ástríðufullan koss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmislegt fæst upp á borðið, - en of lítið.

Á mótmælafundunum að undanförnu hafa ýmsar upplýsingar komið fram sem sennilega hefðu annars ekki gert það. Viðskiptaráðherrann tók afstöðu með þeirri skýringu minni í bloggpistli að allir embættismenn sem ríkisstjórnin hefði yfir að segja, sætu á ábyrgð beggja ríkisstjórnarflokkanna, en ekki aðeins annars flokksins.

Þar með er hann ekki sammála Össuri samráðherra sínum og öðrum í Samfylkingunni sem bóka að Seðlabankastjóri sitji ekki að ábyrgð flokksins.

Þetta kann að sýnast smámál en er þó skref í þá átt til að fá ráðamenn og aðra sem bera mesta ábyrgð á bankanhruninu til að viðurkenna þótt ekki sé annað en einhvern hluta af ábyrgð sinni. Með ummælum Björgvins er að minnsta kosti einhver hluti flokksmanna hans byrjaður að hörfa úr því vígi afneitunar, sem þeir hafa verið í.

Því miður er þetta allt of lítið og því sýður á fólki vegna ástandsins. Ef til vill verður eitthvert hlé yfir hátíðirnar, eins og eðlilegt er á þessari hátíð friðarins. En þegar kemur fram yfir áramót er hætt við að óróinn verði jafnvel enn meiri en hann hefur verið í haust.


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VR eltir "markaðinn."

Áhugavert var að fylgjast með svörum þeirra sem sátu fyrir svörum í Háskólabíói í kvöld um launakjör sín. Guðmundur Gunnarsson fékk klapp þegar hann upplýsti að hann fengi sömu laun og hann hafði þegar hann var vélsmiður á sinum tíma og fleira forystufólk var á svipuðu róli.

Ögmundur Jónasson upplýsti að hann þægi ekki krónu hjá BSRB en hefði að vísu laun sem alþingismaður.

Svör Gunnars Páls voru á skjön við svör hinna. Hann sagði að laun hans væru miðuð við laun fyrir sambærileg störf "á markaðnum" sem eru að minnsta kosti 5-7 föld laun hinna lægst launuðu í félaginu.

Ekki féll það í góðan jarðveg á fundinum að þau hin sömu óheftu markaðslögmál sem hefðu skapað fáránleg ofurlaun og valdið mesta efnahagshruni í sögu landsins væru látin ráða för hjá forystu fyrir fjölmennu félagi láglaunafólks.

Bagalegt var að Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra félagsmála skyldi ekki koma á fundinn.

Þetta var góður fundur og umræður á fundinum voru að mestu málefnalegar. Undantekning var þó þegar fundarmaður spurði hvort við ætluðum virkilega að fara inn í ESB þar sem Þjóðverjar réðu mestu, þeir hinir sömu og hefðu valdið 60 milljónum manna dauða í tveimur heimsstyrjöldum.

Þetta var ómálefnalegt og ósanngjarnt. Fyrirspyrjandinn gleymdi því að þeir sem stóðu fyrir þessum styrjöldum eru nær allir komnir undir græna torfu og að núlifandi kynslóðir bera enga ábyrgð á óhæfuverkum fortíðarinnar, ekki frekar en að núlifandi Íslendingar beri ábyrgð á manndrápum íslenskra "útrásarvíkinga" fyrir 1100 árum.

Jafnvel íslensku mæðurnar hvöttu til slíks á þeim tímum ef marka má vísu Egils: "Það mælti mín móðir /.....Standa uppi í stafni / stýra dýrum knerri. / Halda svo til hafnar / og höggva mann og annan."

Þeir Þjóðverjar sem síðan hafa ráðið för hafa verið með friðsömustu stórþjóðum heims. Samvinna í Evrópu var einmitt sett á laggirnar til þess að koma í veg fyrir styrjaldir í álfunni.


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband