GOTT HJÁ ÞÉR, GAMLI FÉLAGI !

Ég hef dáðst að endalausum dugnaði, áhuga og þrautseigju míns gamla starfsfélaga, Kristjáns Más Unnarssonar, í meira en tuttugu ára "harki" hans í fréttamennsku. Margir væru búnir að missa glóðina og ákafann enda mjög lýjandi til lengdar að standa í því að sinna mörgum fréttum sama daginn. Þar að auki á ég sérlega góðar minningar um samstarf og kynni af honum. Ég samgleðst honum því innilega yfir verðskuldaðri viðurkenningu. 

Ég fór frá Stöð tvö til baka yfir á Sjónvarpið 1995 og held tryggð minni áfram við minn gamla miðil og vil veg hans og samstarfsfólksins þar sem mestan. En ég er í fjölskyldutengslum við þættina þrjá á Stöðinni, fréttirnar, Ísland í dag og Kompás og fylgist því með þeim úr hæfilegri fjarlægð og gleðst yfir viðurkenningunni sem blaðamannaverðlaunin veita. Til hamingju!

 


mbl.is Kristján Már hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband