TÍMAMÓT Í BLOGGHEIMUM.

Fyrsti dómurinn vegna meiðyrða á blogginu mótar tímamót í bloggheimum í fleiri en einum skilningi. Í fyrsta lagi er með honum staðfest að bloggið er lagt að jöfnu við dagbllöð, tímarit og ljósvakamiðla og ég sé ekki annað en að það sé viðurkenning og upphefð fyrir bloggið. Í öðru lagi er það hollt fyrir okkur bloggara að vanda okkur og fara ekki niður á það plan, sem óheft, ljótt og meiðandi orðbragð hefur því miður dregið okkur oft niður á. Það hefur gefið almenningi þá hugmynd um bloggið sem er því ekki til framdráttar.

Okkur á ekki að vera nein vorkunn að umgangast hvort annað af tillitssemi og gera skrif okkar hvöss og áhrifarík án þess að fara niður í leðjuslag.


mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ENGRI SKYNSAMRI ÞJÓÐ..."

"Engri skynsamri þjóð dettur í hug að slá hendinni á móti nýtingu orkulinda sinna..." segir Björn Bjarnason í bloggi sínu í dag. Enn einu sinni nota stóriðjufíklarnir orðin skynsemi og skynsamlegur til þess að aðgreina sig frá þeim sem ekki vilja fórna allri orku landsins á altari stóriðju sem í lokin gefur þó aðeins um 2% af vinnuaflsþörf landsmanna.

Samkvæmt skilningi Björns eru Bandaríkjamenn ekki skynsöm þjóð heldur heimsk. Þeir " slá hendinni á móti því" að virkja svo mikið sem einn einasta af tíu þúsund hverunum sem eru í Yellowstone. Kemst Yellowstone þó ekki á blað í nýjasta vali kunnáttumanna á 100 undrum heims, en þar er hins vegar hið eldvirka svæði Íslands á blaði sem eitt af undrum heims.

Norðmenn eru ekki skynsamir samkvæmt þessu mati Björns heldur væntanlega mjög heimskir. Þeir "slá hendinni á móti því" að virkja hreina og endurnýjanlega vatnsorku sem er að magni til meira en tilsvarandi orka á Íslandi.

Já, mikið er nú gott að vera skynsamur og slá ekki hendinni á móti því að taka svo mikla orku út úr Hengils-Helliisheiðarsvæðinu að hún verður uppurin eftir 40 ár.

Mikið verður nú gott að nýta orku Gjástykkis og Leirhnjúks á "skynsamlegan hátt" þótt það kosti að eyðileggja einstakt svæði sem er á pari við Þingvelli og Öskju.

Mikið er nú gott að vera svo skynsamur að geta afgreitt alla sem eru manni ósammála sem heimskingja. Mikið óskaplega eiga Björn og hans skoðanasystkin gott að gleðjast yfir því hvað allt er skynsamlegt sem þau halda fram og óskynsamlegt og heimskulegt hjá þeim, sem hafa aðrar skoðanir og beita öðrum rökum.


Bloggfærslur 26. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband