29.2.2008 | 00:02
LANDSVIRKJUN EKKI Í VAFA.
Ekki mun af veita að SUNN álykti um jökulsárnar í Skagafirði. Það sjáum við nú þegar segt er frá því í fréttum rétt si svona að Landsvirkjun muni láta netþjónabúi á Keflavíkurflugvelli í té orku frá Neðri-Þjórsá. Þetta er og hefur verið eins og hjá ræningjunum í Kardimommubænum: "Þá er það ákveðið!"
Ekki örlar á neinum vafa í þessu hjá Landsvirkjun, - hún er vön að valta yfir allt og alla þegar henni sýnist svo með velþóknun eigenda hennar, ríkisvaldsins. Og jafnvel þótt svæði séu friðuð stöðvar það ekki Landsvirkjun, samanber afléttingu friðunar hluta Kringilsárrana og ásókn hennar í að fara inn á friðuð svæði suður af virkjunarsvæðinu við Tungnaá.
Annars ætti ég ekki alltaf að tala um Landsvirkjun í þessum efnum. Fyrirtækið er í eigu ríkisins og undir stjórn ríkisstjórnarinnar hverju sinni og því er LV bara að þjóna vilja stjórnvalda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)