SÝNDARVERULEIKI NÚTÍMANS.

Þeir Reykvíkingar sem sáu Winston Churchill 1941 í Reykjavík vita að hann var til þótt könnun sýni að margir breskir unglingar haldi að hann hafi verið sögupersóna. En tölvutækni, sjónvarp og bíómyndir rugla marga fleiri en unglinga. Þannig var stundum á Ronald Reagan Bandaríkjaforseti að heyra, að hann tryði því að einstakara bíómyndahetjur og atburðir úr bíómyndum hefðu verið raunveruleikinn sjálfur. Könnunin sýnir hve mikil áhrif höfundar handrita og bóka geta haft.

Unglingar framtíðarinnar munu hugsanlega halda að Jón Páll Sigmarsson hafi ekki verið til en að íþróttaálfurinn, Solla stirða og Glanni glæpur hafi verið til, hver veit?

Tvær ömmur hafa báðar sagt mér sömu söguna af barnabörnum sínum, sem voru orðin átta ára, töldu sig vera orðin nógu gömul til að vita sannleikann og spurðu: " Eru jólasveinarnir til?" "Nei, barnið mitt, " svöruðu ömmurnar. "Er Grýla til?" "Nei, hún er ekki til." "Er Leppalúði til?" "Nei barnið mitt. " "Er Ómar Ragnarsson til?" Þá urðu ömmurnar kjaftstopp.

Það varð ég líka þegar ég heyrði þetta fyrst, ekki síst vegna félagsskaparins sem ég var í í hugum barnanna.


mbl.is Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband