LEIKMANNSSPÁ: FLEIRI ÓVEÐUR.

Á hverjum vetri fóstrar Grænlandsjökull að meðaltali næst hæstu loftþrýsingshæð veraldar. Golfstraumurinn fóstrar dýpstu lægð veraldar á sama tíma. Afleiðing: Algengir austanstormar og umhleypingar vegna lægðagangs norðaustur yfir Ísland. Ísbreiður fóstra hæðir. Þegar ísbreiðan á hafinu norðan Íslands minnkar og sömuleiðis heimskautaísinn verður Grænlandsjökull einn eftir á þessu svæði til að halda hæð gangandi.

Lægðirnar leita því meira og lengra í norður og norðaustur en áður var meðan ísbreiðan suður af pólnum var sem stærst. Afleiðingin verður veðurfar eins og við höfum upplifað í vetur. Sami kuldinn yfir Grænlandsjökli og aukinn hiti í og yfir Norður-Atlantshafi skapar fleiri og stærri óveður en áður.

Það verður alveg sama hvað hlýnun lofthjúpsins verður mikil, - hinn meira en 3000 metra þykki ógnar-ísskjöldur, 17 sinnum stærri en Ísland og aðeins í 285 km fjarlægð frá Hornströndum sér fyrir því að gera okkur skráveifur í minnsta kosti nokkrar aldir í viðbót. Tek fram ad eg var ad leidretta tessa innslattarvillu nuna tar sem eg er staddur i Noregi, hafdi adur skrifad 300 metra.

Ég er bara leikmaður að spá og get huggað mig við það að þegar loksins kemur í ljós hvort þessi spá verður að veruleika verð ég löngu dauður og því ekki viðstaddur ef þetta klikkar hjá mér.

En gaman væri að vita hvað veðurfræðingar segja um svona nauðaeinfaldar ályktanir.


Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband