17.3.2008 | 23:11
HINN "HUGLÆGI STYRKUR" KRÓNUNNAR.
Flestir þekkja viðbrögð hundsins sem á von á kjötbita: Hann iðar allur, fyllist óróa, spennist upp og slefar jafnvel í langan tíma áður en kjötbitinn kemst til hans. Í fjölmiðlum í dag var birt álit tveggja sérfræðinga sem lýstu svipaðri hegðun þjóðarinnar allt frá 2002 þegar ráðamenn notuðu 40 ára gamalt bragð til að fá fram hliðstæð viðbrigði hjá landsmönnum með því að veifa framan í þá ígildi kjötbitans, - álveri. Afleiðingin líktist fylleríi og í kjölfarið fylgdi hátt gengi krónunar, sem byggðist eingöngu á huglægu mati á gildi hennar en engann veginn á aukinni verðmætasköpun.
Rannsókn sérfræðings Seðlabankans á sínum tíma á því hvernig þenslan gat staðið frá 2002-2003 án þess að framkvæmdir væru hafnar leiddi í ljós að 80 prósent þenslunnar fólst í auknum yfirdráttarheimildum greiðslukorta landsmanna, - þeir eyddu og spenntu, fluttu inn ameríska pallbíla og steyptu sér í stórskuldir til að kaupa allt frá flatskjám upp í íbúðarhús.
Ráðamenn juku á neyslufylleríið með því að stórhækka lán til húsnæðiskaupa sem aftur leiddi til húsnæðislánasprengju vegna fyrirsjáanlegrar samkeppni bankanna. Fjórum árum siðar var útlánaaukningin meira en brennd upp á báli hækkaðs húsnæðisverð og ofurvaxta undir stjórn Seðlabankans, sem með þeim reyndi að hafa hemil á verðbólgu sem fór samt langt fram úr viðmiðunarmörkum.
Ofurvextirnir löðuðu síðan að sér fjárfesta sem bröskuðu með krónur og krónubréf og nýttu sér vaxtamun Íslands og annarra landa. Afleiðingin varð fáránlega hátt gengi krónunnar sem eins og áður sagði byggðist eingöngu á tilfærslu með gjaldeyri og huglægu mat á krónunni en að engu leyti á aukinni verðmætasköpun.
Eins og oftast gerir fíkillinn sér enga grein fyrir ástandi sínu, - aðalatriðið í hans huga er að viðhalda vitneskjunni um komandi álverskjötbita til þess að geta haldið áfram að slefa og iða.
Þess vegna eru nú keyptar fleiri utanlandsferðir og fluttir inn dýrari og fleiri bílar en nokkru sinni fyrr á sama tíma og bensínverð rýkur upp í áður óheyrðar hæðir !
OECD og aðrir raunsæir aðilar sjá hins vegar ástandið í ofneyslunni og fylleríinu en ráðleggingum þeirra um að hætta drykkjunni er vísað á bug og í staðinn veifað enn nýju álveri til að fá þjóðina til að halda eyðslufylleríinu áfram.
Álver skortir aðeins 20% upp á að vera 100% ígildi þess að pissa í skóinn, - aðeins 20% fjárfestingarinnar verður eftir sem virðisauki. Til samanburðar má geta þess að meira en þrefalt hærri virðisauki fæst við fjárfestingu í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Störf í álveri eru dýrustu störf sem hægt er að skapa og atvinnuávinningurinn ekki meiri en svo að eftir að eyða allri orku landsins og stúta nær allri náttúru þess fyrir álver er afraksturinn aðeins um 2% af vinnuafli landsmanna.
En víman má ekki víkja, væntingarslefan má ekki slitna og hinir óhjákvæmilegu timburmenn munu því á endanum verða enn hrikalegri en ella.
![]() |
Krónan lækkaði um 6,97% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.3.2008 | 21:53
HINN HUGLÆGI STYRKUR KRÓNUNNAR.
(Þessi pistill er að miklu leyti samhljóða pistli sem ég skrifað beint á eftir honum vegna mistaka minna við uppsetningu. Læt hann samt standa en vísa í þann nýrri, enda þegar komin ein athugasemd.)
Öll þekkjum við viðbrögð hundsins sem væntir þess að góður kjörbiti sé á leiðinni til hans: hann fyllist miklum óróa, iðar, slefar og spennist allur upp, jafnvel í langan tíma áður en bitinn berst til hans. Í 40 ár hafa stjórnmálamenn kennt þjóðinni svipaða hegðun með því að nefna eitt orð: Álver.
Góð var greining tveggja sérfræðinga í fjölmiðlum í dag á styrkri stöðu krónunnar undanfarin þensluár. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að hún byggðist eingöngu á huglægu mati á henni en að engu leyti á aukinni verðmætasköpun. Upphaf þenslunnar og slefunnar var gott dæmi: 2002 var veifað framan í þjóðina væntanlegum stóriðjuframkvæmdum og viti menn: Í næstum heilt ár slefaði þjóðin og iðaði í spennu eins og hundur í þenslu, þótt framkvæmdir væru ekki hafnar.
Ágætur sérfræðingur við Seðlabankann rannsakaði málið og fann út að 80 prósent af þenslunni mátti finna í auknum yfirdrætti á greiðslukortum. Stórum amerískum pallbílum var mokað inn í landið, fólk flykktist til að kaupa allt frá sjónvarpstækjum upp í hús og viðskiptahallinn og skuldasöfnun við útlönd ruku upp úr öll valdi.
Stjórnvöld gerðu sitt með því að efna til fyllerís á húsnæðismarkaðnum í kjölfar kosningaloforða sem varð til þess eins að fjórum árum síðar var lánaaukningin meira en brunnin upp í stórhækkuðu fasteignaverði og greiðslubyrði.
Með látlausri skuldasöfnun, eyðslu, stóriðjuframkvæmdum og þenslu sem kallað hefur á ofurvexti, stýrðum af Seðlabankanum, hefur tekist að halda hinni huglægu stöðu krónunnar í fáránlegri hæð, bröskururm með krónubréf til mikillar gleði en útflutningsatvinnuvegum, sem skapa raunveruleg verðmæti, til mikils tjóns.
Þegar nú loks hið óhjákvæmilega blasir við, að fylleríið hljóti að taka enda, virðast þeir sem ferðinni ráða ekki sjá neitt annað eina ferðina enn en að veifa álveri framan hinn íslenska þjóðarhund, sem fer að slefa, iða og hleypur í óróa og spennu eina ferðina enn til að kaupir bíla, utanferðir og hvaðeina sem aldrei fyrr, setur jafnvel innflutningsmet í bílum á sama tíma sem bensínverðið rýkur upp í áður óheyrðar hæðir!
Eins og fyrri daginn sér fíkillinn ekki sjálfur ástand sitt. Það sjá aðeins utanaðkomandi eins og OECD og nokkrir raunsæir menn hér innanlands en ráðleggingar þessara aðila um að stöðva fylleríið eru látnar sem vindur um eyrun þjóta. Vímunni má ekki linna, spennan lifi!
Þegar horft er til baka þýðir lítið að segja að mest öll þenslan hafi komið frá fjármálafyrirtækjum. Upphafið er jafn skýrt og hjá hundinum sem látinn er vita af kjötbitanum sem er í vændum, enda virðist eina ráðið við timburmönnunum vera að veifa álverskjötbitanum framan í hinn íslenska þjóðarhund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)