FYRSTA FRÉTT - ÁN ÓÞARFA VANDRÆÐA.

Mótmælin nú síðdegis urðu fyrsta frétt á fréttamiðlum án þess að allt væri sett á annan endann í borgarumferðinni og sköpuð hætta eins og í mótmælaaðgerðunum að undanförnu. Fyrirfram auglýst og lögreglan í jafnvægi. Það styrkir mig í þeirri skoðun, sem ég hef viðrað að undanförnu að mótmælaaðgerðir undanfarna daga hafi verið allt of harkalegar og ekki skapað eins jákvæð viðbrögð almennings og fulltrúa hans á Alþingi og í ríkisstjórn og mótmælin við Alþingishúsið.
mbl.is Mótmælt við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ORÐ ÁRNA AÐ ENGU HÖFÐ? EÐA GABB?

Orð Árna Mathiesen á vef Morgunblaðsins í gær um að hann sé reiðubúinn að ræða við vöruflutningabílstjóra virðast ekki minnka lætin í þeim ef marka á þá yfirlýsingu þeirra nú að þeir muni sturta nógu mikilli möl fyrir framan Alþingi í dag til að 4x4 jeppamenn geti spólað á jeppum sínum í þeirri torfæru sem þar muni skapast. Með þessu ætla bílstjórarnir að stjórna aðgerðum 4x4 og þvinga jeppamenn til mjög svo vafasamra aðgerða sem aldrei hafa verið ræddar í þeirra hópi svo mér sé kunnugt.

Nema þetta sé bara aprílgabb Morgunblaðsins? Hver veit?

Sé svo er það samt í stíl við aðgerðir bílstjóra hingað til þegar þeir hafa ráðskast með tugþúsundir vegfarenda að vild undanfarna daga og skapað hættu fyrir sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn að eigin geðþótta í trausti þess að lögregla aðhafist ekkert.

Bílstjórunum virðist ekki nægja að sá ráðherra sem málið heyrir undir ræði við þá heldur eigi aðir ráðherrar og alþingismenn að taka við sér, og þá væntanlega með tafarlausri lagasetningu, - eða hvað?

Kannski er þetta bara aprílgabb líka hjá bílstjórunum sjálfum eða sameiginlegt gabb Morgublaðsins og þeirra og allt í lagi með það, en stanslausar aðgerðir þeirra undanfarna daga, nú síðast við Höfn í Hornafirði, hafa ekki verið gabb.

Ég spyr bílstjóra: Hafa þeir, eins og aðrir kjósendur, óskað eftir viðtalstímum við alþingismenn og ráðherra? Eða nægir bílstjórum ekkert minna en að taka lögin algerlega í sínar hendur í trausti þess að lögreglan muni sem fyrr láta þá komast upp með það, einir mótmælenda hér á landi, að taka enga ábyrgð á gerðum sínum?

Það gerðu þú þingeysku bændurnir á sínum tíma sem sprengdu stífluna í Miðkvísl.


mbl.is Sturta möl fyrir framan Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband