19.4.2008 | 16:21
Reisn yfir áminningu.
Gjörningur Átaks við Alþingishúsið í dag var fallegur, táknrænn og eftirminnilegur. Þessi áminning til samfélagsins og kjörinna fulltrúa þess á vonandi eftir að hafa einhver áhrif þótt borgarlífið væri ekki sett á annan endann eins og í mótmælum vörubílstjóra. Ég var búinn að lofa því að vera með í þessum gjörningi, en var því miður af óviðráðanlegum orsökum fastur inni á spítala í rannsókn á þessum tíma. En hugur minn var hjá þessu fólki og ég sendi því mínar bestu árnaðaróskir, kveðjur og þakkir.
![]() |
ÁTAK myndaði mannlegan hring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)