Stærsta viðfangsefnið í margar aldir.

Þegar ég kom síðast í Silfur Egils talaði ég um það og var það efst í huga að það heimskulegasta við orkubruðl mannkyns, sem við Íslendingar tækjum þátt í, væri að jarðefnaeldsneyti heimsins færi nú að þverra og aðalatriðið væri því ekki hlýnun lofthjúpsins heldur alvarlegri ógn sem fælist í stjórnlausri sókn eftir orku sem væri takmörkuð auðlind.

Í stað þess að treina þessa auðlind og vinna tíma fyrir nýjar lausnir stefnir mannkynið nú rakleiðis með þessi mál í þrot. Jarðefnabrennsluöld mannkyns stefnir í að vera aðeins um 250 ár, og þar af verður olíuöldin vart mikið lengri en 150 ár og síðari hluti hennar sársaukafull hnignun.

Stórfróðleg og góð heimidarmynd um þetta var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld á tíma, þegar flestir eru farnir að sofa. Það ber að þakka Sjónvarpinu fyrir að sýna þessa mynd en var táknrænt, að jafn merkilegt viðfangsefni, sem mannkynið sefur frammi fyrir, skyldi vera á dagskrá á tíma þegar flestir eru sofandi.


Bloggfærslur 24. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband