8.4.2008 | 19:15
"MEÐ TVÆR Á MILLI SÍN."
![]() |
Með þrjár í takinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2008 | 08:10
Óþægilegur sannleikur.
Það er kaldhæðni fólgin í því að hinum óþægilega sannleik um ferð Ólympíueldsins sé leynt sem best þegar Al Gore dvelur hér. Hann fær örugglega ekki að vita um hinn óþægilega sannleik, að 600 megavatta orkuöflunarsvæði Hengils og Hellisheiðar verði orðið kalt og ónothæft eftir 40 ár og að kynslóð þess tíma þurfi að finna 600 megavatta orku annars staðar í staðinn. Sjálfbær þróun og endurnýjanleg orka það.
Gore auglýsti Ísland í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi stórkostlega möguleika Íslands sem ferðamannaland hinnar endurnýjanlegu orku. Pétur Blöndal mun vafalaust fagna því sem og þeirri von virkjunarseinna að eignast áhrifamesta talsmanninn hingað til, Nú er góð von til þess að Gore setji gæðastimpil á það að allt sem virkjanlegt er, verði virkjað.
Ég efast líka um að Gore verði gerð grein fyrir þeim óþægilega sannleik að hinn eldvirki hluti Íslands sé eitt af 50 náttúruundrum veraldar og að Yellowstone komist þar ekki á blað en að hinn ameríski þjóðardýrgripur verði samt varðveittur ósnortinn með óbeislaðri orku sinni á sama tíma sem stærri og merkilegri dýrgripum Íslands verði fórnað fyrir bandarísk stóriðjufyrirtæki.
Því að óþægilegur sannleikur er nákvæmlega það sem lýsingarorðið segir: Óþægilegur, - og telst líka vafalaust dónalegur gagnvart tignum gestum.
![]() |
Ólympíueldurinn í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)