11.5.2008 | 20:26
"Finndu Finn!"
Skemmtilegur vinur minn sagði mér nýlega að hann og fleiri væru búnir að finna íslensku aðferðina fyrir rannsóknarblaðamenn við að þefa uppi lykilatriði í athyglisverðum, vafasömum "skúbb"málum. Í Ameríku felst leiðbeiningin í setningunni: "Follow the money!" "Fylgdu peningunum." Í Frakklandi er leiðbeiningin fólgin í setningunni: "Cherches la famme!" Leitaðu að konunni í málinu.
Á Íslandi er leiðbeiningin hins vegar þessi: "Finndu Finn!" Leitaðu að Finni Ingólfssyni.
Ótrúlega oft er þetta raunin hér, nú síðast í ungmennafélagsmálinu í fréttum Sjónvarpins í kvöld.
Fyrsta málið, sem var af tagi REI-málsins fyrir ári þegar hlutur í Hitaveitu Suðurnesja var seldur, var dæmi um þetta ("Finndu Finn!"), og á eftir fylgdu fleiri mál sem ekki sér fyrir endann á.
Ég minnist margra fleiri mála sem renna stoðum undir það að þessi aðferð svínvirki hér á landi síðustu ári og það kæmi mér ekki á óvart að sjónvarpsfréttamaðurinn í Finnsfréttinni í kvöld hafi haft það að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.5.2008 | 17:23
Hvíldardagar mannsins vegna.
Kristur sagði að hvíldardagurinn væri mannsins vegna en ekki öfugt. Þetta kemur í hugann þegar hvíldardagar vorsins eru haldnir, einkum uppstigningardagur og sumardagurinn fyrsti. Þessi tveir dagar myndu nýtast betur ef þeir væru færðir aftur um einn dag svo að helgarnar yrðu með þremur samliggjandi dögum.
Erfiðara er með 1. maí vegna alþjóðlegrar tengingar hans og 17. júní er ekki hægt að færa.
Kirkjan er að vísu búin að njörva sig niður í kerfi hvíldardaga sem er kannski erfitt fyrir hana að brjótast út úr, en úr því að það var sjálfur Kristur sem orðaði hugsunina um hvíldardaga ætti það að vera mögulegt að hafa orð hans sem leiðsögn um uppstigningardag.
Á okkar kalda landi er sumardagurinn fyrsti tákn um sérstöðu okkar, sögu og yndislega hefð. Dagurinn er að vísu tengdur gömlu tíma- og dagatali en aðalatriðið held ég að dagurinn haldi sér, færður einum degi aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)