Einni tröppu of hátt eins og Erhard.

Á eftirstríðsárunum fram til 1963 var Ludvig Erhard talinn mesti kraftaverkamaður heims í efnahagsmálum, faðir vestur-þýska efnahagsundursins. Á aðeins þremur árum eftir að hann varð kanslari hafði hann klúðra þessum glæsiferli sínum. Gordon Brown virðist svipað fyrirbæri, - báðir virðast hafa komist einni tröppu of hátt í virðingastiganum og ekki risið undir því. Bendi á næstu færslu mína á undan þessari þar sem líka er litið til íslenskrar hiðstæðu frá 1963 en þar sem þessu var öfugt farið.
mbl.is Útlit fyrir sigur Íhaldsflokks í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blair-Brown, Adenauer-Erhard - Ólafur-Bjarni.

Umskiptin frá valdatíma Tony Blair yfir í tíma Gordon Brown minnir um sumt á hin miklu vonbrigði sem það olli þegar Ludivg Erhard tók við af Kondrad Adenauer í Vestur-Þýskalandi 1963. Adenauer og Erhard voru eitthvert magnaðasta tvíeyki í stjórnmálum sem um getur og það var einkum fjármálastjórn Erhards sem skóp þýska efnahagsundrið (wirtshcaftswunder) þegar Vestur-Þýskaland reis úr rústum til forystu í efnahagsmálum Evrópu á innan við 20 árum.

Á sama tíma átti Sjálfstæðisflokkurinn sitt frábæra tvíeyki, Ólaf Thors og Bjarna Ben. Eins og hinir gerólíku Adenauer og Erhard bættu hvor annan upp gerðu Ólafur og Bjarni það líka. Bjarni átti reyndar til lúmskan og frábæran húmor samanber aldeilis kostulega fyndna og háðska varnaræðu í útvarpsumræðum þar sem borin var fram vantrauststillaga á hann 1954 en hann sneri umræðunni sér í vil á punktinum.

Þegar Erhard tók við af Adenauer kom í ljós að kanslarahlutverkið hentaði honum engan veginn og það tók hann ekki nema þriggja ára valdatíma 1963-66 að glutra svo niður stöðu Kristilegra demókrata að aðeins fáum árum síðar var voru sósíaldemokratar og Willy Brandt komnir í forystuhlutverkið í landinu.

Staða Gordons Brown var hins vegar erfið þegar hann tók við af Blair. En vonbrigði flokksmanna hans hljóta að vera mikil. Eins og Erhard er hann dæmi um mann á uppleið sem lendir einni tröppu of hátt í metorðastiganum.

Bjarni Benediktsson óx hins vegar eftir því sem verkefni hans urðu erfiðari. Hann tók við af Ólafi Thors á sama ári og Erhard af Adenauer og sjaldan ef nokkurn tímann hafa Íslendingar átt betri forsætisráðherra en hann.


Vaxandi stórmál.

Íslensk sóttvarnayfirvöld og læknar hafa að mínum dómi unnið stórvirki með því að halda nýjustu ónæmu sýklunum svo sem MOSA-sýklum frá landinu með hörðum en nauðsynlegum aðgerðum. Enn betur á eftir að koma í ljós síðar eftir því sem ónæmi í sýklum vex hve mikil gæfa það er fyrir okkur að búa á fjarlægri eyju við ysta haf.

Undanfarna tvo mánuði hef ég gengið í gegnum veikindi sem hafa varpað ljósi á þetta og glími nú við aukaverkanir vegna sterks sýklalyfs sem nauðsynlegt var að nota.

Þetta sístækkandi viðfangsefni verður eitt helsta vandamálið, sem afkomendur okkar eiga eftir að fást við.


mbl.is Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband