21.5.2008 | 15:29
Ekki af baki dottnir við að ná sínu fram.
Nú er komið það hljóð í strokkinn að Bitruvirkjun verði aðeins frestað fram yfir kosningar svipað og Landsvirkjun "setti Norðlingaölduveitu á ís". Morgunblaðið er ringlað í dag og talað er um fyrirsjáanlegan orkuskort hjá þjóð sem framleiðir þegar fimmfalt meiri raforku en hún þarf til innanlandsþarfa. En staðan sem nú er komin upp ætti að sýna hve mikil skammsýni hefur verið fólgin í því að keyra álverið í Helguvík áfram í stað þess að slá það af og ná sér í kaupendur, sem þurftu ekki eins mikla orku, menguðu nánast ekkert og hægt var að semja við án þess að fórna öllu til. Það er enginn vandi að búa til orkuskort með því að keyra framkvæmdir og eftirspurn fyrir mesta hugsanlega orkubruðl veraldar, álver, áfram á ofurhraða.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)