Svipuð rök og fyrir almenningssamgöngum.

Á fundum Íslandshreyfingarinnar fyrir síðustu kosningar vörpuðum við frambjóðendurniar fram hugmyndum um að rannsaka þjóðhagslegt gildi einfaldra strandsiglinga með því að bera saman þann kostnað sem þjóðfélagið ber vegna gríðarlegs og kostnaðarsams slits, sem stórir flutningabíla valda á vegakerfiunu og bera þennan kostnað og annan kostnað vegna landflutninganna saman við kostnaðinn af strandsiglingunum.

Erfitt er að reikna dæmið, vegna þess að þeirra yfirburða sem landflutningarnir hafa yfir strandsiglingarnar hvað varðar hraðann og þann möguleika að flytja varninginn beint í hlað hjá kaupanda. Sjóflutningar geta aldrei orðið nema hluti af landflutningunum en geta létt álagið af landflutningunum á vegakerfið og dregið úr slysahættu.

Ég hef aðeins einu sinni þurft að flytja varning innanlands. Það var þegar fluttur var inn ódýrasti bíll landsins frá Póllandi til Neskaupstaðar og þaðan til Reykjavíkur, fyrst með flutningabíl til Egilsstaða og síðan suður. Mér var nákvæmlega sama hve fljótt þetta gengi fyrir sig og veit að svo getur verið um marga fleiri hluti.

Að sjálfsögðu á að athuga svona mál í ljósi hækkaðs eldsneytisverðs og annarra sviptinga í efnahagsmálum.


mbl.is Strandsiglingar skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurfræðingur sem olli hættu á óspektum.

Kostulegt er að sjá að á lista þeirra sem hleraðir voru á kaldastríðsárunum var Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. Ástæðan fyrir  hleruninni var að hann gæti valdið hættu á óspektum. Raunar tel ég mun meiri ástæðu til að rannsaka og upplýsa hverjir eru hleraðir núna en fyrir hálfri öld. Hygg ég að þá geti komið í ljós að ótrúlegasta fólk á Íslandi sé talið geta valdið hættu á hryðjuverkum í viðbót við óspektirnar.

En svo virðist sem enginn geti hengt ljósið á köttinn. Nú vantar sárlega atbeina "litla landsímamannsins. "


Bloggfærslur 28. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband