6.5.2008 | 14:42
Skrifaðu leikvöll.
Tvennt er aldrei nefnt í sambandi við komu erlendra orrustuþotna til Íslands. Annars vegar það að mest allt árið verða eftir sem áður engar slíkar þotur við Ísland og að Rússar fá nákvæmar upplýsingar hvenær þeir geta verið í friði. Hitt er svo það að loftherir Evrópu fá að fara út úr þrengslunum yfir meginlandinu til að leika sér við Ísland.
Rússnesku birnirnir eru það hægfleygir að vel væri hægt að fylgjast með þeim með því að nota hraðskreiðar skrúfuþotur sem væru hér á landi allt árið. Orrustuþoturnar koma ekki skipum í neyð tl hjálpar.
Ég dreg ekki í efa að gott sé að eiga góða að við varnir landsins, ef til kæmi, en set spurningu við það að þetta sé rétta aðferðin. Ég kalla á könnun á öðrum valkostum sem veita betra öryggi fyrir minni peninga.
![]() |
Koma Frakka liður í Evrópuvæðingu öryggismála Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2008 | 14:27
Ótrúlegt, - og þó ekki.
Í fróðlegu erindi á aðalfundi Landverndar fyrir helgi kom fram að stefnt væri að því að viðbrögð Landsvirkjunar við hamfarahlaupi úr Köldukvíslarjökli niður í Hágöngulón yrðu þau að veita þessu hlaupi niður í Kvíslavatn og búa þannig um hnúta þar að hlaupið ryfi þar stíflu og steyptist í Þjórsá, væntanlega með þeim afleiðingum að Þjórsárver kaffærðust í auri í hlaupinu.
Með þessu yrði hamfarahlaupinu beint úr hinum eðlilega farvegi sínum og komið í veg fyrir að Sultartangalón fylltist af auri.
Í mínum huga yrði þetta hliðstætt því að við hlið stofnunar Árna Magnússonar væri dýrmæt verksmiðja og að brunavörnum væri þannig komið fyrir að ef þarna yrði stórbruni væri eldinum beint yfir í handritin frekar en vélarnar í verksmiðjunni.
Þetta er ótrúlegt en þó kannski ekki. Hugmyndir um að steypa Skjálfandafljóti yfir í Laxá í Mývatnssveit og sökkva Laxárdal þóttu hinar bestu á sinni tíð. Í röksemdafærslunni fyrir þeim var þess getið að fjöllin yrðu áfram á sínum stað.
Með því að veita hamfarahlaupi yfir í Þjórsárver yrðu tvær flugur slegnar í einu höggi: Líf Sultartangalóns framlengt um nokkra áratugi og Þjórsárver þannig útleikin að eins gott væri að sökkva þeim til frambúðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.5.2008 | 14:12
Stefnuljósaleysi og öruggur hægagangur.
Um daginn þótti það tíðindum sæta að lögregla sektaði menn fyrir nota ekki stefnuljós, nokkuð sem eldur töfum og vandræðum á hverjum degi, til dæmis á gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla-Skeifunnar. Líklega mun líð svo langt þar til þetta verður næst gert, að það teljist þá aftur til frétta, hvað þá að nokkur verði sektaður fyrir of hægan akstur.
Eitt sinn var ég farþegi í bíl á Hellisheiði, sem haldið var ásamt röð af bílum fyrir aftan fremsta bíl á um 70 kílómetra hraða við ágæt akstursskilyrði. Í hvert sinn sem bíllinn sem ég var í reyndi að komast fram úr þessum sleða, gaf hann í til þess að koma í veg fyrir framúrakstur og í lokin fór hann upp í 120 kílómetra hraða í þessu skyni!
Allir þekkja viðbrögð margra íslenskra bílstjóra við því ef einhver reynir að skipta um akrein. Þá er gefið í til þess að koma í veg fyrir akreinaskipti!
Einnig fannst mér gaman að því þegar ungur maður sem ég þekki ók aftan á bíl sem beið eftir því að fara inn á aðalbraut en stöðvaði tvisvar og sagðist hafa það fyrir öyrggisreglu. Hann sagðist vera með viðurkenningu upp á 30 ára öruggan akstur en hins vegar væru aðrir sífellt að aka aftan á sig þegar hann stöðvaði í annað sinn til að vera öruggur um að aksturinn væri öruggur inn á aðalbrautina.
Alls höfðu sjö ökumenn ekið aftan á hann á nokkrum árum!
![]() |
Sektaðir fyrir að keyra of hægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)