7.5.2008 | 18:35
Jakob Frímann var efstur í Suðvesturkjördæmi.
Í athugasemd á bloggsíðu við fréttinni af ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar sem framkvæmdastjóra miðborgarmála er fullyrt að hann hafi verið efstur á lista Íslandshreyfingarinnar í norðausturkjördæmi og bölsótast yfir því að utanbæjarmanni skuli falinn þessi starfi. Hið rétta er að Jakob Frímann var efstur á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sem hefur meðal annars innan sinna vébanda Kópavog og Seltjarnarnes.
Jakob hefur lengst af ævi sinni átt heima í Reykjavík og býr í hjarta borgarinnar. Áskorun bloggpistilshöfund um rannsóknarblaðamennsku hittir hann fyrir sjálfan.
![]() |
Gengið frá ráðningu Jakobs Frímanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.5.2008 | 18:24
Varnir Akureyrar æfðar.
Í 13 stiga hita, sólskini og sunnanþey flugu frönsku orrustuþoturnar fram og til baka út Eyjafjörð í dag og létu Akrureyringa vita af því að þeir yrðu vel varðir í framtíðinni. Í Reykjavík var þoka og því lítið hægt að gera í varnarmálum höfuðborgarbúa á þessum drottins degi.
Úr því að danska kóngafólkinu var boðið að fara til Stykkishólms til að skoða danskan bæ á Íslandi hefði verið við hæfi að láta Frakkana vita af Fáskrúðsfirði svo að þeir gætu heimsótt hinn forðum franska bæ með glæsibrag.
Raunar var talað um að Akureyri hefði verið danskur bær á sinni tíð og að magni til meira danskt þar en í Hólminum. Örlygur Sigurðsson nefndi minningar sínar Bolsjör frá bernskutíð. Enn heyrir maður Akureyringar segja að eitthvað sé vanskillegt og að hlutir séu spilaðir af.
En punkteringarar heyrast varla nefndar. Hingað kom Margrét Danadrottning í frægri ferð 1972 og þá fékk Drottningarbrautin nafn sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)