8.5.2008 | 18:17
Gott hjá þér, Þórunn!
Það eru góð tíðindi að Þórunn Sveinbjarnardóttir ætli að leggjast gegn eignarnámi Landsvirkjunar vegna Urriðafossvirkjunar. Nú er fyrst hægt að eygja von til þess að Landsvirkjun fái ekki ávallt öllu sínu framgengt eins og verið hefur hingað til. Ef ég man rétt orðaði Illugi Gunnarsson það fyrir síðustu kosningar að hæpið væri að beita eignarnámi í svona tilfellum. Það hefði kannski verið hægt að rökstyðja það í stærstu málum hér fyrr á tíð en tímarnir væru breyttir.
Nú er að sjá hvort Landsvirkjun fær sínu framgengt engu að síður. Þótt hún hafi hopað af og til í einstökum málum hefur hún til dæmis ekki fallið frá Norðlingaölduveitu, Skaftárveitu, hækkun Laxárstíflu eða virkjunum í Neðri-Þjórsá.
![]() |
Ráðherra styður ekki eignarnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)