10.6.2008 | 20:13
"Það var miðað rétt, - en skotmarkið hreyfðist."
1955 var sala á meðalstórum fólksbílum í miklu vexti í Bandaríkjunum. Markaðssérfræðingar Ford-verksmiðjanna létu því hanna nýjan bíl af millistærð, Ford Edsel. Vestra líða þrjú ár frá ákvörðun til framleiðslu og þegar Edsel kom á markað 1958 var sala meðalstórra bíla í frjálsu falli og bíllinn var nær óseljanlegur.
Síðan þá er Ford Edsel oft nefndur sem dæmi um hrikaleg mistök í markaðssetningu. Einn sérfræðingur kafaði aðeins lengra niður í málið og fann út að ákvörðunin 1955 hefði verið rétt miðað við þær forsendur sem þá lágu fyrir. "The aim was right, but the target moved", sagði hann með dæmigerðri bandarískri byssulíkingu, þ.e. "það var rétt miðað, - en skotmarkið hreyfðist."
Starf íslenskrar nefndar um verðlagningu eldsneytis er dæmi um þetta. Miðað við forsendurnar á starfstíma nefndarinnar var rétt að hækka álögur á eldsneyti. Á örfáum mánuðum hefur þetta gjörbreyst. Það breytir því ekki að rétt er að huga að samsetningu opinberra álaga á bifreiðaeigendur. Meira um það seinna.
![]() |
Bensínhækkanir hafa áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)