Hversu lengi á þetta að ganga svona?

Sagan endurtekur sig, aftur og aftur. Ef eitthvert sveitarfélag er svo óheppið að byggja upp góða hátíð sem dregur að sér fólk, leitar fyllerís-, slagsmála-, og óeirðaliðið þangað og endar með því að eyðileggja viðkomandi mót, mótshöldurum, heimamönnum og þeim sem vilja skemmta sér vandræðalaust, til mikils ama. Ekki skiptir máli hvort hátíðin heitir Halló Akureyri, Ein með öllu, Írskir dagar eða Bíladagar, - villimannaherinn fer sínu fram.

Athygli vakti í Moskvu á úrslitaleiknum í fótboltanum hér um daginn, að innan tveggja kílómetra radíuss frá leikvanginum voru allir þeir, sem áfengisneysla sást á, fjarlægðir, og Rússum tókst þannig að halda þennan mikla viðburð þannig að öllum var til ánægju og sóma.

Það þýðir ekki að láta þetta halda svona áfram hér heima öllu lengur. Því miður virðast sektir og hörð löggæsla vera eina ráðið. Það á ekki láta lítinn minnihluta vandræðaseggja og óeirðafólks komast upp með það að eyðilegga fyrir öllum hinum.   


mbl.is Erfið nótt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband