Álverin sem "bjarga þjóðinni".

Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var í Kastljósi Sjónvarpsins 20. desember 2001 spurð álits á úrskurði Sivjar Friðleifsdóttur um Kárahnjúkavirkjun, sagði hún að Siv hefði "bjargað þjóðinni". Þetta er sagt í hvert skipti sem umræða um ný álver og virkjanir kemur upp, - álverin hafa hvert og eitt bjargað þjóðinni í 40 ár og í leiðara Morgunblaðsins sagði að stóriðja væri orðin einn af þremur höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar, hinir væru sjávarútvegur og fjármálaþjónusta.

Ferðaþjónustan komst ekki á blað hjá leiðarahöfundi og "álið er komið fram úr fiskinum" sagði í frétt í blaðinu. Skoðum það nánar.

Í álverum landins vinna nokkuð á annað þúsund manns, eða innan við 1% af vinnandi fólki  á Íslandi. Samanlagt er álframeiðslan um 3% af þjóðarframleiðslunni.

Álútflutningurinn vegur að vísu þungt í gjaldeyristekjum en ævinlega er því sleppt að í hvert skipti sem nýtt álver tekur til starfa og eykur útflutninginn, eykst innflutningurinn líka í formi súráls og báxíts, því að framleiðslan byggist á því að flytja inn hráefni yfir þveran hnöttinn og breyta því í annað hráefni. Fiskurinn kemur hins vegar beint upp úr sjónum í lögsögu landsmanna.

Ef öll virkjanleg orka landsins verður virkjuð munu innan við 3% prósent landsmanna vinna í álverunum og "bjarga þjóðinni." "Það verður hlutverk þeirrar kynslóðar sem þá verður uppi" svaraði einn ráðherranna 1998 þegar ég spurði hann hvað ætti að gera til að bjarga þjóðinni þegar ekki væri hægt að virkja meira.

Víst er þetta hrædd þjóð eins og Andri Snær Magnason orðaði svo vel í "Framtíðarlandinu". Þjóð sem sífellt þarf að bjarga hlýtur að vera að farast, - aftur og aftur.  


Bloggfærslur 23. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband