Á "Fagra Ísland" að vera "Farga Íslandi"?

Var það kannski stafavíxl sem ruglaði ráðherra SF í ríminu? Annars er of lítið gert af því að benda á að það er rangt að stilla málum þannig upp að annað hvort verði að virkja vatns- eða jarðvarmaorku á Íslandi eða að virkja jafn mikið með kolum erlendis. Með því er gefið í skyn að óbeisluð vatns- og jarðvarmaorka sé hvergi til nema á Íslandi.

Hið rétta er að slík orka á Íslandi er langt innan við eitt prósent af samsvarandi orku í öðrum heimsálfum og öll orka Íslands er svo lítið brot af einu prósenti af orkuþaörf mannkyns, að það tekur því ekki að nefna það.

Vel er ef Þórunn Sveinbjarnardóttir stendur við þau stóru orð á Umhverfisþingi í haust að hún ætlaði að vera andófsmaður í ríkisstjórn. En miklu betur má ef duga skal.


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband