Hvað um okkur Íslendinga?

Mér finnst einkennilegt tómlæti hafa ríkt hér heima um símahleranir fyrr og nú, sérstaklega hleranir nú. Ekki virðist áhugi á að leita svara við spurningum eins og þeirri, hvernig það mátti vera að óeirðasveit lögreglu og tveir menn, sem sáust á vettvangi frá byrjun við upphaf aðgerða bílstjóra við Rauðavatn á dögunum, voru svona ótrúlega fljótir á vettvang.

Ég leitaði á sínum tíma svara símasérfræðinga við spurningum mínum um undarlegar truflanir í síma mínum og fleiri aðila síðsumars fyrir tveimur árum þegar ég var til skiptis á Kárahnjúkasvæðinu og í Reykjavík.

Þegar ég spurði síðasta sérfræðinginn, sem ég talaði við, hvort gæti hafa verið um að ræða fikt snjallra ungmenna líkt og gerðist í Vesturheimi þar sem komist var ínn í símtöl, fékk ég það svar, að í tilfelli mínu og þeirra sem flæktust saman í símkerfinu ásamt mér, gæti ekki hafa verið um slíkt að ræða vegna þess, eins og sérfræðingurinn orðaði það: "Til þess þarf aðstöðu, mannafla og fjármuni."

Hvers vegna kafar enginn rannsóknarblaðamaður ofan í þessi mál hérf? Eða er öllum nákvæmlega sama? Hvers vegna er ekki farin sama leið hér og í Noregi þar sem sæst var á rannsókn, þar sem í byrjun var tryggt að ekki yrði um nein eftirmál að ræða né að neinn yrði sakfelldur?


mbl.is Svíar mótmæla hlerunarlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband