Mikilvægur áfangi.

Það var ánægjulegt að vera viðstaddur stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs að Skaftafelli í gær. Nú er liðinn meira en áratugur síðan ég sneri mér að gerð þátta um svæðið með samanburði við þau svæði erlendis, sem telja mátti hliðstæð, þótt ekkert þeirra jafnist á við Vatnajökul og ríki hans frá strönd til strandar. Fékk ég bágt fyrir hjá mörgum og var sakaður um brot í starfi en sérstök rannsókn á vegum útvarpsráðs hreinsaði mig af þeim ásökunum.

Gaman var að sjá Hjörleif Guttormsson njóta þessarar stundar, en langt á undan samtíð sinni hefur hann verið brautryðjandi á þingi og annars staðar í að vinna hugmyndum um jöklaþjóðgarð eða jöklaþjóðgarða. Það sést alltaf betur og betur hve mikilsvert hlutverk Hjörleifs hefur verið í náttúrverndarbaráttunni á Íslandi.

Þetta er stærsti áfanginn í sögu náttúruverndar á Íslandi, en rétt að staldra við orðið áfangi, því mikið verk er óunnið við að stækka þjóðgarðinn allt til Eyjafjallajökuls og Heklu í suðvestri og norður um víðernið norðan Vatnajökuls í gegnum Leirhnjúk og Gjástykki allt til sjávar.  


Bloggfærslur 8. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband