Að hafa aðgang að kerfinu.

Það virðist ekki sama hver í hlut á þegar leitað er til ríkisins vegna hinna skyndilegu og ófyrirséðu eldsneytishækkana. Þannig hafa verktakar nú náð hljómgrunni hjá Vegagerðinni um verðtryggingu á tilboðum í verk. Hins vegar voru flutningabílstjórar ekki virtir viðlits af ráðamönnum þegar þeir leituðu ásjár hjá þeim vegna þess að þeir fóru miklu verr út úr hækkununum en aðrir.

Þeir voru bundnir við samninga um flutningsverð sem miðaðist við miklu lægra eldsneytisverð en skyndilega var komið upp.

Í erlendum fréttaskeytum um mótmæli flutningabílstjóra er aðstöðu einyrkjanna meðal flutningabílstjóranna gerð góð skil strax í upphafi. Á það skorti í upphafi fréttaflutnings hér heima af mótmælum flutningabílstjóra.


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband