1.7.2008 | 23:59
Endurskipulagning aksturs.
Eitt þeirra ráða sem heyrst hefur vegna hækkandi eldsneytisverðs er að selja annan bílinn af tveimur á heimilinu eða leggja honum. Þetta er ekki einhlítt ráð. Ef velja á hvaða bíll verður eftir verður það yfirleitt hinn stærri og eyðslufrekari.
Til greina kemur að minni bíllinn sé hafður eins lítill og unnt er og honum ekið sem mest en hinn stóri sparaður. Sem dæmi get ég nefnt að Yfir 90 prósent af akstri mínum til einkanota er á bíl, sem kostaði 120 þúsund krónur, þá fjögurra ára gamall, er með minnstu bílvél landsins og eyðir 5-6 lítrum á hundraðið.
Því miður er lítið af minnstu og sparneytnustu elstu bílunum á markaðnum en úrvalið er meira af nýrri smábílum. Toyota Aygo/Peugeot 107/Citroen C1 og Daihatsu Cuore/Sirion hafa þolanlegt rými fyrir fjóra í sæti og uppgefin meðaleyðsla bensínbíla af þessari gerð er innan við fimm lítrar/100 km. Farangursrými er hins vegar aðeins 140 l. Þeir fá líka ókeypis í stæði vegna útblásturs innan við 120g.
Sama er að segja um nýjan Subaru Justy og Suzuki Splash sem eru ívið stærri, þægilegir fyrir fjóra og hafa meira en 220 lítra farangursrými.
Aðeins stærri bílar með dísilvélum bjóða upp á svipaða eyðslu.
Hver einstaklingur ekur aðeins einum bíl í einu og þess vegna er hægt að spara mikinn eldsneytiskostnað með því að hafa bílana tvo og annan þeirra eins sparneytinn og unnt er og aka honum sem mest.
Ef menn sætta sig við tveggja sæta bíl er Smart dísil heimsmeistari í sparneytni, eyðir innan við fjórum lítrum á hundraðið og nær 135 kílómetra hraða.
|
Umferð dregst saman |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Breytt 2.7.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)








