Enn í gangi, 40 árum síðar.

Fyrir rúmum 40 árum gafst mér færi á að flytja á skemmtunum uppfærða gerð af "Ísland, farsælda frón" um ástandið í þjóðlífinu. Þar inni í voru þessar línur: "En á eldhrauni upp / þar sem enn Öxará rennur/ yfir Almannagjá/ Alþingi feðranna úthlutaði lóðum fyrir sumarbústaði." 

Þetta um sumarbústaðina setti ég inn vegna umræðna í þjóðfélaginu um það að þá var úthlutað á ábyrgð Alþingis lóðunum, sem nú ganga enn, 42 árum síðar, kaupum og sölum á tugi milljóna króna.

Ekki hafði maður hugmyndaflug til að ímynda sér að dýrustu flutningatæki okkar tíma yrðu notuð til að flytja efni í glæsibústaðina í þeim mæli að mörgum þætti raskað ró og friði mesta helgistaðar þjóðarinnar.   


mbl.is Þyrluflug bannað í þjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband