Sagði ég ekki?

Fyrir kosningarnar 2007 benti ég á að nútíma álfyrirtæki teldu sig, af hagkvæmnisástæðum, þurfa að minnsta kosti eins stór álver eins og álverið í Reyðarfirði. Með einfaldri samlagningu væri hægt að finna út að á endanum þyrfti að virkja alla orku Íslands til að fullnægja kröfum þeirra sex staða, sem stefnu að byggingu álvers á Íslandi og þá yrði ekkert eftir til okkar eigin þarfa eða fyrir fyrirtæki sem ekki menguðu og sköpuðu fleiri og betri störf fyrir hverja orkueiningu.

Forsætisráðherra taldi slíkt ýkjur og blaðafulltrúi Alcoa setti ofan í við mig og sagði Alcoa ekki stefna að stærra en 250 þúsund tonna álveri á Bakka.

En er gamla sagan uppi á teningnum og stefnir í sama og gerðist þegar 120 þúsund tonna fyrirhugað álver á Reyðarfirði var allt í einu orðið of lítið og 400 þúsund tonna álver talið lágmark.

Skilaboðinvoru skýr þá: Annað hvort verður reist risaálver eða ekki neitt.

Sama gerðist í Straumsvík þegar Alcan tilkynnti: Annað hvort leyfið þið stækkun álversins eða við leggjum það niður.

Ég varaði við því að á Norðurlandi kynni að stefna í það að Alcoa teldi sig þurfa alla jarðvarma- og vatnsorku Norðurlands og fékk að heyra að þetta væri óþarfa ótti. Nú er annað að koma á daginn og ballið rétt að byrja.


mbl.is Skoða stærra álver á Bakka en áður var áformað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband