Gott að Náttúrutónleikarnir sluppu.

Oft fylgja góðar fréttir slæmum fréttum. Slæmu fréttirnar eru að Björk þurfi að aflýsa tónleikum erlendis en góðu fréttirnar voru þær að hún þurfti ekki að aflýsa Náttúrutónleikunum frábæru í Laugardal og verður henni, Sigurrós og öðrum, sem stóðu að þeim, seint fullþakkað fyrir það stórkostlega framtak.

Ég þekki vandamálið með röddina vel eftir hálfrar aldar feril í skemmtibransanum. Síðustu árin hafa raddbandasérfræðingar reynt að nota meðöl og meðferðir til að halda röddinni gangandi en ævinlega hafa síðustu orð þeirra verið: Það er alveg sama hvað við hömumust, - eina aðferðin sem dugar er að hvíla röddina, helst í nokkrar vikur, - líkaminn og náttúran sjálf eru bestu læknarnir.

Svo fékk ég loksins röddina í vor. Það voru góðu fréttirnar en slæmu fréttirnar voru þær að ég neyddist til að halda nokkurn veginn kjafti í þessar vikur, sem þurfti til að raddböndin jöfnuðu sig, vegna sjúkrahúsdvalar og veikinda, sem nú eru afstaðin.

Góðu fréttirnar við veikindin voru líka þær að ég léttist um 15 kíló, - hafði lengi stefnt að því að létta mig um 7-8 kíló en ekki tekist. Ég hefði samt frekar viljað sleppa því að léttingin fengist á þennan hátt.


mbl.is Björk aflýsir tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband