Láta Landsvirkjun redda þessu.

Í tæplega hálfa öld hefur því verið haldið að fólki að forsendan fyrir aðgengi að ferðamannasvæðum og uppbyggingu þjónustu fyrir ferðamenn sé að Landsvirkjun fái að virkja á svæðinu og redda þessum málum allt niður í klósettferðir.

Trú Íslendinga á þetta er orðin svo sterk að kona sem hitti mig við Hálslón nýlega og sá afleiðingar virkjunarinnar sagði við mig að auðvelt væri að vera vitur eftir á og aðalatriðið væri þó, að ef Landsvirkjun hefði ekki virkjað þetta allt sundur og saman, hefði hún og aðrir aldrei átt þess kost að fara um þetta afskekkta svæði.

Orðalag hennar "vitur eftir á" á raunar ekki við, - þetta var nánast allt vitað fyrirfram en annað hvort fór þetta fram hjá fólki eða að það vildi ekki kynna sé það. 

Erlendis er hlegið að þeirri röksemd að forsendan fyrir samgöngum sé að valda fyrst stórfelldum umhverfisspjöllum. Ég hef farið ótal ferðamannasvæði í þjóðgörðum erlendis þar sem hæfilegt aðgengi hefu tryggt án virkjana. Sem dæmi má miðhálendi Noregs þar sem á sínum tíma var ráðgert að gera stórbrotna risavirkjun í stíl virkjana jökulfljótanna á norðausturhálendi Íslands. 

Sú virkjun hefði valdi margfalt minni spjöllum en virkjanir jökulfljótanna gera hér, því norska vatnsorkan var hrein og miðlunarlónin hefðu því ekki fyllst upp af auri eins og til dæmis Sultartangalón er að gera nú. 

Samt var hætt við norsku stórkarlavirkjanirnar og samt hefur verið gert það sem gera þurfti til að skapa aðgengi og aðstöðu fyrir fólk á norska hálendinu. 

Norðmenn telja raunar þennan hluta landsins mun meira virði fyrir heiður og ímynd þjóðarinnar og jafnvel peningalegan ávinning meðan þessar virkjanaáætlanir eru niðri í skúffum. 

Á sínum tíma eyddum við Friðþjófur Helgason heilum degi til að ganga niður með stórbrotinni fossaröð Jökulsár í Fljótsdal til að geta tekið myndir í báðar áttir yfir fossana með menn sem viðmiðun. 

Hótelhaldari niðri á Héraði spurði okkur um ferðir okkar og þegar við greindum honum frá þeim, kom á hann gleðisvipur og hann stundi: "Haldið þið að það verði ekki munurfyrir okkur í ferðaþjónustunni þegar Landsvirkjun verður búin að virkja þarna og opna aðgengi að náttúrugersemum sem enginn getur annars notið."

"Til að skoða hvað?" spurðum við á móti. "Nú, fossana og alla þessa dýrð," sagði hann.

"En fossarnir verða þá ekki lengur til því að vatnið sem fer nú í þá verður leitt inn í göng" svöruðum við.

"Æ, ég áttaði mig ekki á því," sagði hótelhaldarinn sem komst eitt augnablik út úr 40 ára heilaþvotti um virkjanir sem forsendu ferðamennsku.  


mbl.is Skrásetja klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband