Hvað er svona voðalegt?

"Alvarlegt áhlaup á landsbyggðina." "Sjálfstæðismenn ósáttir." "Ónauðsynlegur úrskurður." Þetta er nú hrópað upp vegna eðlilegs og skynsamlegs úrskurðar umhverfisráðherra um heldstætt mat á umhverfisáhrifum risaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru á Norðausturlandi. Síðasta tilvitnunin, "ónauðsynlegur úrskurður", er höfð eftir forsætisráðherranum.

Hvers vegna láta menn svona? Gæti það verið vegna þess að þeir vilja hafa þetta í stíl við veginn sem var ruddur á sínum tíma þvert í gegnum nýrunnið hraun í Gjástykki án þess að spyrja nokkurra spurninga um stórfelld óafturkræf áhrif á svæði sem á engan sinn líka í heiminum? Það þótti ónauðsynlegt að skoða þann möguleika að leggja veginn og girðinguna nokkrum kílómetrum norðar.

Gæti það verið vegna þess að aðferðin við að virkja allt á endanum hefur meðal annars leitt til þess nú er farið að skilgreina Leirhnjúkssvæðið sem "Kröfluvirkjun tvö" en ekki "Leirhnjúk" eins og Jónína Bjartmarz og Jón Sigurðsson gerðu í loforðsplaggi fyrir síðustu kosningar sem reyndist ekki einu sinni pappírsins virði fram að kosningum?

Gæti það verið vegna þess að Helguvíkur-Reyðarfjarðar-Straumfjarðaráraðferðin hefur svínvirkað á þann hátt að fá allar kröfur virkjanfíklanna fram í áföngum sem tryggja að ekki verði aftur snúið þótt komið  sé að lokum langt fram yfir það sem lagt var af stað með?

Gæti það verið vegna þess að hið raunverulega takmark er minnst 346 þúsund tonna, ef ekki 500 þúsund risaálver í lok ferlis sem stillir mönnum sífellt upp við vegg uns öll orka hverasvæða og vatnsfalla á Norðurlandi verður nauðsynleg fyrir hinn óseðjandi "orkufreka iðnað"?

Það má frekar gagnrýna umhverfisráðherra að hafa ekki tekið Helguvíkurmálið sömu tökum og Bakka þótt Þórunn hafi afsakað sig bæði þá og nú með því að Helguvíkurmálið hafi verið komið of langt.

Þórunn segir að úrskurður hennar eigi ekki að þurfa að tefja málið  en samt ætlar allt vitlaust að verða. Það sýnir bara að hún hefur tekið sig á og stefnir í rétta átt hvað snertir þennan úrskurð. 

 


mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband