"Við erum að tala um..."-sýkin.

Var að hlusta á viðtal við góðan og gegnan mann þar sem honum tókst að segja þessi fimm ofangreindu orð að minnsta kosti sex sinnum í stuttu viðtali. Einn besti sjónvarpsmaður landsins afrekar oft litlu minna í stuttum pistlum sínum, nú síðast í dag. Þetta orðalag er komið beint úr ensku og þykir fínt en er í raun óþarfa málalenging og hvimleitt þegar það er ofnotað.

Það er miklu skýrara og gagnorðara að segja t. d. "...hitinn getur orðið átján stig..." heldur en að segja: "...við erum að tala um að hitinn geti orðið átján stig..." eða "...við erum að tala um átján stiga hita...", þar sem notuð eru 8-11 orð í stað fimm.  


Slæmt, ef rétt er.

Það er erfitt að trúa því að Rússar ætli sér virkilega að fara með stríðið út fyrir mörk vopnahléssamkomulagsins. Þótt segja megi að forseti Georgíu hafi upphaflega komið atburðarásinni af stað og kannski vanmetið hörku Rússa, verður því ekki trúað að Rússar taki ekkert mark á gríðarfjölmennum fjöldamótmælum Georgíumanna.

Ef rússneskir skriðdrekar enda þennan hernað með því að fara inn í Tblisi eru þeir að endurtaka innreið skriðdrekanna inn í Prag 1968 og Búdapest 1956.


mbl.is Rússar halda í átt að Tbilisi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll saman nú, 1-2-3!

Leyfi mér að vitna í gamla jólatextann um sjö litlu mýsnar. Í stað þess að hver saki annan um að seinka því að vegarkaflinn milli Hveragerðir og Selfoss sé lagaður þarf að koma samtakamáttur einhuga fólks sem flýtir þessari lífsnauðsynlegu framkvæmd í orðsins fyllstu merkingu.
mbl.is Segir boltann nú hjá Vegagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband