Kolbrún og Þórunn fyrstar með orðið "orkufrekja."

Mér þykir gott að geta vitnað í samherja mína í umhverfisbaráttunni og í viðtali á Morgunvaktinni nú rétt áðan vitnaði ég í nýyrði sem ég sá fyrst notað, svo að ég mundi, af Dofra Hermannssyni í bloggi hans nú í vikunni. Þetta er orðið orkufrekja. Mér finnst þetta frábært orð vegna þess að það varpar ljósi á að orðin "orkufrekur iðnaður", sem búið er með 40 ára síbylju að sveipa jákvæðum ljóma, er í raun neikvætt.

Það sést best ef af því eru leidd önnur orð eins og orkufrekja. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Dofri var ekki fyrstur til að nota þetta orð heldur mun það hafa verið í blaðagrein þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttir sem þetta orð kom fyrst fram opinberlega.

Hafi þær þökk fyrir. Fátt er jafn skemmtilegt en þegar vopn í orðasennu reynist vera boomerang eða bjúgverpill sem hittir að lokum þann fyrir sem kastar því á loft. Orðvopnið "orkufrekur iðnaður" snýst í höndunum þegar hægt er að kalla þá, sem það nota, "orkufrekjur". Þeir geta ekki gagnrýnt notkun orðsins "orkufrekja" af því að það er byggt á sömu hugsun og þeirra eigin orð "orkufrekur iðnaður."

Þetta er líka neyðarlegt þegar haft er í huga að Þórunn er nú umhverfisráðherra, sem neyðist til að reyna að fullvissa fólk um að stóriðjuhraðlestin muni ekki hægja á sér þrátt fyrir hina annars lofsverða gjörð hennar að setja álver á Bakka og tilheyrandi orkuöflun og orkuflutning í heildstætt mat á umhverfisáhrifum.


Bloggfærslur 8. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband