3.9.2008 | 14:32
Ég er engu nær.
Ég hef áður greint í bloggpistli frá óútskýrðum truflunum á símum mínum og nokkurra annarra aðila á þriggja vikna tíma þegar mótmælaaðgerðir voru í gangi á Austurlandi og í Reykjavík. Þetta var í ágúst og september 2005 þegar ég var ýmist rétt við sendistöðina á Sauðafelli vestan við Kárahnjúka eða í Útvarpshúsinu, steinsnar hjá öflugustu sendistöð Símans í Reykjavík.
Eftir viðtöl við nokkra símasérfræðinga og skoðun á símanum mínum fékk ég þá skýringu hjá síðasta sérfræðingnum, sem ég talaði við, að eina leiðin til að svona lagað gæti gerst í síma mínum væri að aðili með nægt fé, mannskap og aðstöðu stæði að því að hlera hann eða hafa hann í símatorgi með hinum símunum, sem tengdust þessu fyrirbrigði.
Eftir stendur því spurningin: Hver var sá sem hafði nægt fé, mannskap og aðstöðu til að gera þetta?
Lögreglan segir nei, - ekki við. Hver var það þá? Ég er engu nær.
![]() |
40 lögreglumál vegna stóriðjumótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)