1.11.2009 | 14:14
Spenna að koma í málið.
Nú fer Icesave-málið hugsanlega að verða spennandi á þingi. Lilja Mósesdóttir er gengin úr skaftinu í stjórnarliðinu en þó liggur ekki fyrir hve langt hún muni ganga. Yfirlýsing hennar um að hún "geti ekki samþykkt" frumvarpið getur þýtt það að hún muni sitji hjá.
Þráinn Bertelsson ætlar hins vegar ekki að leggjast gegn frumvarpinu þannig að staðan virðist í jafnvægi eins og er.
Nú er bara að sjá hvað aðrir gera beggja vegna í hinum pólitísku skotgröfum stjórnar og stjórnarandstöðu.
Um liðsskipan í málinu hefur máltækið "you win some - you lose some" byrjað að eiga við.
Afdrif málsins og þar með framtíð ríkisstjórnarinnar fer eftir því hve margir vinnast og hve margir tapast.
![]() |
Getur ekki samþykkt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)