18.11.2009 | 13:43
"...að vita´að ekki hvort þær séu í.....
Um hinn nýja c-streng í nærbuxum kvenna sem ekki á að sjást í gegnum þröngar síðbuxur vil ég aðeins segja þetta:
Sífellt leita dömur að brögðum sem drengina blekki /
og dragi þá að sér með sjónhverfingum sem kalla má hrekki. /
Í þröngum síðbuxum vona þær heitt að þá veki og trekki /
að vita´að ekki hvort að þær séu í nærbuxum - eða ekki.
Því eins og segir í þekktri vísu:
Fegurð hrífur hugann meira /
ef hjúpuð er /
svo andann gruni ennþá fleira /
en augað sér.
![]() |
Tekur c-strengur við af g-streng? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.11.2009 | 00:43
Sá næstfrægasti í heimi.
Þekktasti og mest sótti eldfjallagarður í heimi er á Hawai. Þangað koma um þrjár milljónir manna á ári og þurfa flestir að fara yfir þveran hnöttinn um meginlönd og Kyrrahafið til að komast til Hawai, - og þegar þangað er komið þarf að fara á milli eyja.
Eldfjallasvæðið á Reykjanesskaganum er í stuttri fjarlægð frá alþjóðaflugvelli og höfuðborg landsins og margfalt styttra fyrir meginhluta markhóps ferðamanna að komast þangað en til garðsins á Hawai.
Ásta Þorleifsdóttir hefur best allra kynnt sér eldfjallagarðinn á Hawai og haldið um hann fróðlega og góða fyrirlestra.
Í Silfri Egils fyrir tæpum þremur árum lýsti ég möguleikunum á slíkum garði.
Ef menn ætla ekki að stúta öllum Reykjanesskaganum í virkjanir á eldfjallagarður á Reykjanesskaganum möguleika á að verða frægari en keppinautur hans á Hawai.
Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af of mikilli örtröð í þessum eldfjallagarði. Því getum við stjórnað á margvíslegan hátt og nýtt okkur reynslu annarra þjóða.
Þessi garður yrði þó ekki frægasta eldfjallasvæði heims heldur það næstfrægasta.
Stærsta, magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims liggur frá Vatnajökli norður í Öxarfjörð.
Raunar má bæta við það svæðinu frá Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli (Suðurjöklum) um Friðland að Fjallabaki til Vatnajökuls.
Á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra var samþykkt tillaga mín um að friða beri og gera að þjóðgarði allt svæðið milli Suðurjökla og Vatnajökuls.
Þessi tillaga vakti enga athygli né umfjöllun í fjölmiðlum.
Þó myndi hún þýða að eftirtaldar virkjanir féllu út af lista yfir virkjanasvæði: Markarfljót, Reykjadalir, Hrafntinnusker og Torfajökulssvæðið, Bjallavirkjun, Skaftárveita (Langisjór) og Hólmsárvirkjun.
![]() |
Eldfjallagarður samþykktur í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)