Skelfilegir bíladellufélagar.

Það er ekki skemmtileg lesningu að finna í fjölmiðlum um bílaáhuga nokkurra af verst þokkuðu mönnum í veraldarsögunni, svo sem Adolf Hitler, Idi Amin, Jósef Stalín og John Dillinger. 

250px-Mercedes-Benz_770

Mercedes-Benz verksmiðjurnar framleiddu alls 110 stykki af Grosser Mercedes 770 K og 88 eintök af Grosser Mercedes II og lét Adolf Htler taka sjö bíla af þessari gerð frá handa sér.

Það er skýringin á því að einn var til sölu á safni í Kanada árið 2000 en salan varð svo illa þokkuð að hætt var við hana.

Annað eintak, sem fannst í Austurríki, hefur nú verið selt rússneskum auðkýfingi eins og sjá má í fréttinni sem þessi pistill er tengdur við.

Hitler lét raunar gera sex hjóla Mercedesbíla fyrir sig, að sögn til að komast um illfærar götur borga, sem voru í rústum eftir loftárásir. Er þó ekki vitað til þess að hann hafi, eins og Churchill, farið í eina einustu heimsókn eftir loftárás til að votta fólki samúð sína.

g4leader

Hitler var bíladellugaur og lét Ferdiand Porsche stela hugverki Tékkans Hans Ledvinka til að hanna Volkswagen, bíl sem átti að verða einfaldur og ódýr svo að allir gættu eignast hann, geta rúmað hjón með þrjú börn og náð 100 kílómetra hraða á hraðbrautum.

Porsche leist ekki á þetta og hafði áhyggjur af stuldinum en Hitler fullvisssaði hann um það að hann myndi leysa málið farsællega. Það gerði hann með því að hertaka Tékkóslóvakíu !

Eftir stríð urðu Þjóðverjar að greiða Tékkum bætur vegna þessa.  

250px-1970_Citroen_SM

Idi Amin var mikill bíladellukarl og hafði að mínu mati betri smekk en Hitler, því að bílar af gerðinni Citroen SM voru í svo miklu uppáhaldi hjá honum að hann krækti sér í nokkra þeirra.

Citroen SM var á sínum tíma í algerum sérflokki í heiminum hvað snerti þægindi, sportlega aksturseiginleika, tækni, hemlun og hönnun.

John Dillinger stórglæpamaður, þjóðaróvinur númer eitt í Bandaríkjunum, varð einna fyrstur til að taka nýja átta gata Fordinn, Ford B, í akstursprófun og gekk fram af fólki með því að senda niðurstöðu sína bréflega til Henry Ford þar sem hann þakkaði Ford fyrir það að framleiða svona kraftmikinn og léttan bíl til hagsbóta fyrir glæpamenn á flótta undan löggunni. 

Leoníd Breznef var bíladellukarl og kunni að meta það þegar Nixon lét færa honum bíl að gjöf.250px-opel-kadett-1936.jpg

120px-moskvitch_400

Jósef Stalín skipti sér af smáu og stóru og ekki alltaf til góðs. Þegar Rússar hirtu færibönd Opel verksmiðjanna í Þýskalandi í stríðslok og fluttu þau til Rússlands hófu þeir framleiðslu á Opel Kadett þar og nefndu hann Moskvitch. 

Kadettinn var með tvennar dyr en Stalín heimtaði að hurðirnar yrðu fjórar.

Við það varð bíllinn svo veikur um miðjuna að hurðirnar fóru strax að skrölta illilega og auk þess var alveg sérstaklega erfitt að setjast inn í þennan bíl, hvort sem var að aftan eða framan eins og Íslendingar ættu að muna flestum þjóðum fremur, því að þessir bílar voru fluttir hingað til lands á tímabili.

Það róar mig þó í þessum skelfilega ofangreinda félagsskap að eiga marga ágæta bíladellufélaga.  

250px-Fiat500topolino

 

Jay Leno er forfallinn bíladellukarl og á flott bílasafn, meðal annars Fiat Topolino sem ég öfunda hann mjög af.  

Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti var smekkmaður á bíla og varð svo hrifinn af hönnun Ford 1937 að hann fékk sér strax einn þeirra til einkanota á búgarði sínum, Warm Springs. Innfelld ljósin á frambrettunum á þessum bíl voru þremur árum á undan keppinautunum. 250px-1937_ford_v8_convertible.jpg

Ford skaffaði Bandaríkjaforsetum viðhafnarbíla þeirra og þess vegna var bíllinn, sem Kennedy var skotinn til bana í, af gerðinni Lincoln Continental.

Þegar sá bíll kom fram 1961 var hann með merkari lúxusbílum þess tíma vegna smekklegrar hönnunar og gæðavinnubragða.  

Putin, forsætisráðherra Rússlands, heldur mikið upp á fyrstu gerðina af Volgu, sem hann á og getur að mínum dómi verið býsna ánægður með, því að þessir bílar voru sterkbyggðir og háir frá vegi og hentuðu ekki síður vel á vondum íslenskum vegum en rússneskum.  

250px-Beroun,_DOD_Probotrans,_Exponát_Volha_M_21

Núverandi forsetabíll okkar er að sönnu frábær bíll en því miður bera kaupin á honum merki um vissa hræsni eða skort á upplýsingum, sem ég skal kannski útskýra síðar í hverju felst að mínum dómi.  

 

 

120px-Moskvitch_400
mbl.is Keypti bifreið Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilar peningunum.

Það má líta á þá ákvörðun Williams Fall, fyrrverandi forstjóra Straums að "gefa vangoldin laun sín til góðgerðamála" þeim augum að það geti sett kröfur annarra gefið kröfuharðra kröfuhafa í nýtt ljós og gefið fordæmi.  

Ég hygg að miðað við þau himinháu ofurlaun sem menn skömmtuðu sér og vilja nú ná til sín úr rústum fyrirtækjanna sem þeir stjórnuðu til endalokanna sé réttara að orða þetta þannig að hann vilji skila peningunum og hafa um það að segja að þeir gangi til þeirra sem verst eru settir.

Ofurlaunin voru réttlætt með því að þessir menn tækju svo mikla áhættu að það ætti að umbuna þeim fyrir það. Hins vegar virðist sem svo að þetta hafi aðeins virkað aðra leiðina og miðað við málatilbúnaðinn nú var það aldrei ætlun þeirra að taka neina áhættu, aðeins að græða en ekki til umræðu að tapa neinu.


mbl.is Gefur launin til góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænt grænmetisbruðl ?

Mér sýnist hlálegt ef McDonalds veitingahúsakeðjan ætlar að fara að þykjast vera umhverfisvæn með því að breyta lit á merki fyrirtækisins úr rauðum í grænan. 

Grænmetisætur hafa fyrir löngu bent á þá sóun verðmæta sem fylgir því að ala nautgripi á maís og slátra þeim síðan til manneldis.

Í hvert kíló af nautakjöti fari átta kíló af maís, sem nær væri að nota beint til manneldis. Auk þess fylgi mikil auka orkunotkun nautakjötsframleiðslunni. 

Ég átti um þetta rökræður við Ragnar son minn á þeim tíma sem hann gerðist grænmetisæta og bar fyrir sig framangreindar forsendur sem umhverfisþenkjandi maður. 

Ég andmælti algeru kjötbanni á tveimur forsendum þótt ég viðurkenndi að stórlega vantaði upp á grænmetisneyslu mína og flestra Íslendinga. 

Annars vegar sæist á tönnum manna og lægju fyrir um það gögn í mannkynssögunni, að þeim væri áskapað blandað fæði og að þeir þrifust best á blönduðu fæði.

Því ætti grænmetisást ekki að leiða til algers kjötneyslubanns. 

Hins vegar tíndi ég fram hin íslensku rök, sem sé þau, að hér á landi æti kvikfénaður gras sem menn gætu með engu móti neytt sjálfir þannig að rök sem giltu sunnar á hnettinum ættu ekki við hér á landi.

Ekki veit ég hvort þessi rök leiddu til þess að Ragnar hóf síðar á ævinni að nýju að nærast á blönduðu fæði. 

Hitt sýnist mér ljóst að mikil hræsni geti falist í því að McDonalds fari að berja sér á brjóst og segjast vera umhverfisvænt fyrirtæki. 

Hvað viðskipti Íslendinga við McDonalds á sínum tíma snerti voru erlendu nautin, sem kjötið var fengið af í hamborgarana hér,  alin á grænmeti á umhverfisfjandsamlegan hátt sunnar í álfunni þar sem hægt var að nýta grænmetið betur.

Kjötið var síðan í ofanálag sent þúsundir kílómetra til Íslands með tilheyrandi flutningskostnaði og orkunotkun.

Ég stend sem áður við þá skoðun mína að "á misjöfnu þrífast börnin best", það er, að það sé í lagi að neyta kjöts í hófi. 

En ég vil horfa á það gagnrýnum augum þegar fyrirtæki ætla að sýnast eitthvað annað en þau eru.

Þau eiga bara að koma hreint fram og láta McDonalds-merkið vera áfram rautt og Coca-Cola-merkið líka. 

Þá þarf jólasveinninn heldur ekki að fara í grænan búning í Kók-auglýsingunni.  

 

P. S. Fékk athugasemd við innsláttarvillu í setningunni um átta kíló af maí, sem fer í eitt kíló af nautakjöti og er búinn að leiðrétta það núna, kl. 18:40 vegna þess að það eru ekki allir sem lesa athugasemdirnar. En þær eru athyglisverðar, einkum fróðleikurinn um McDonalds, sem kemur fram í einni þeirra. 


mbl.is McDonalds verður grænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband