Mesta og oft leyndasta orkan.

Ég hef upplifað nokkur atvik í lífi mínu sem gefa til kynna að til sé orkuldind sem erfitt er að sanna vísindalega, en það er afl hugans.

Þessi atvik hafa verið þess eðlis að ekki er hægt að afgreiða þau sem hreinar tilviljanir.

Fólk er misnæmt fyrir þessum krafti, sumir mun næmari en aðrir.  

Merkileg tilraun sem gerð var um og eftir síðustu aldamót þar sem reynt var að mæla þetta með mælitækjum sem var dreift um allan heim sýndi að í eitt skipti breyttust óregluleg viðbrögð mæla í samsvarandi viðbrögð.

Það var 11. september 2001 þegar hundruð milljóna manna urðu vitni að því í beinni útsending að hryðjuverkaárásinni í New Yorki og það olli mestu sameiginlegri geðshræringu á sama tíma sem veraldarsagan kann frá að greina.

Tilraunin sannar raunar ekki neitt á óyggjandi hátt en ég hef það mikla trú á mætti hugans að ég held að það muni vera þess virði að fara í Kaplakrika á eftir til samveru með því fólki sem vill senda vini sínum andlega hjálp í baráttu hans fyrir lífi sínu og dýpka anda sinn um leið. 

Við vitum að ýmis mælanleg fyrirbrigði hafa sín takmörk. Ljósið kemst til dæmis ekki hraðar en 300 þúsund kílómetra á sekúndu.

Hugurinn, andinn, þekkir hins vegar engin hraðatakmörk og getur nýtt sér fleiri víddir en þær sem mælanlegar eru.  

Hann er orkulind, sú mesta sem til er.  


mbl.is FH-ingar senda Hrafnkatli styrk í Kaplakrika í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband