Eina landið með eitt skattþrep?

Það er rétt að erfiðara er að halda uppi staðgreiðslukerfi þegar skattþrep eru fleiri en eitt.

Hins vegar var mjög fróðleg grein í Fréttablaðinu nýlega þar sem kom fram að í öllum nágrannalöndum okkar, þar á meðal Bandaríkjunum, séu skattþrepin fleiri en eitt.

Ísland hafi hingað til verið eitt á báti í þessu efni.  

Í þessu svonefnda forystulandi frelsisins séu sex skattþrep og sama sé uppi á teningnum í öðrum nágrannalöndum okkar. 

Þessi grein hefur ekki vakið neina umræðu hér og það er kannski ekki síður athyglisvert en efni hennar.  

 

  


mbl.is „Ömurlegt skattkerfi sem enginn skilur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjarmatröll.

Jólasveinninn Santa Claus, sem er á ferli í Bandaríkjunum fyrir jólin og heillar alla með töfrum sínum, mætti kalla sjarmatröll.  

Þetta orð kom mér í hug í gærkvöldi þegar ég sá viðtal við Barack Obama í 60 mínútum í gærkvöldi.

Obama var þar að verja illverjanlega stefnu sína í Afganistan og svara fyrir óvænta "innrás" boðflenna í Hvíta húsið, en persónutöfrar forsetans og það hvernig hann notar mismunandi aðferðir við að svara spurningum gerðu viðtalið áhugavert.

Með bros á vör skýrði hann frá því að hann gæti orðið reiður og verið fastur fyrir. Þótt hann segði það ekki beinum orðum mátti skilja Afganistanstefnu hans þannig að fram til ársins 2011 yrði gerð úrslitatilraun til að ná yfirhöndinni þar. 

Haustið 2010 ætti að liggja fyrir hvað ætti að gera í framhaldinu. Hættan við þetta er sú að því fleiri hermenn sem Kanar hafa þarna, því erfiðara verður að snúa til baka.  

Á Kaupmannahafnarráðstefnunni rataði hann á rétta skilgreiningu á henni þegar hann sagði í ávarpi sínu þar að hann væri kominn þangað til aðgerða en ekki til að skrafa. Honum varð ekki að ósk sinni því líta verður á ályktun ráðstefnunnar sem orð án skuldbindinga. 

En orð eru auðvitað til alls fyrst.  

Obama og Bill Clinton fyrrverandi forseti hafa eiginleika sjarmatröllanna. Hann fleytti báðum upp í efsta sæti valdastigans í öflugasta ríki heims en dugar skammt einn og sér. Verkin og árangurinn verða líka að tala.   


mbl.is Obama sér um Sveinka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband