22.12.2009 | 20:36
Auðvitað mest lesið. "Á parið var púað..."
Enn sannast kenningin um það að kynlíf og ofbeldi seljist best eða sé mest lesið um, úr því að hið litla atvik, sem þessi pistill er tengdur við, er mest lesna fréttin á mbl. is.
Minnir mig á frægt svipað atvik þegar frægt par var að dansa hér um árið og annað brjóstið datt út hjá danskonunni í miðjum dansi.
Varð þá mikið uppistand í salnum og púað. Um það var gerð þessi vísa:
Á parið var púað að vonum /
er poppaði´út brjóstið bert. /
Að ekkert datt út hjá honum /
er þó guðsþakkarvert.
![]() |
Sýndi óvart brjóstin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2009 | 19:44
Stæðin við Lb í Kópavogi eru 2,4 m breið.
Ég skrapp í Kópavog í kvöld til að mæla breidd bílastæðanna fyrir framan Landsbankann sem ég bloggaði um í gærkvöldi.

Ástæðan var sú að í athugasemd var bent á það að stæðin væru mjó.
Niðurstaða mælingarinnar var sú að stæðin .þarna væru 2,4 metra breið.
Minnstu nýju bílarnir eru um 1,6 metrar en flestir af millistærð eru 1,7-1,8.
Ef við segjum að það sé meðaltalsbreidd eru um 65-75 sentimetrar á milli bíla en meðalmaður er um 35-40 sm þykkur eftir því hvernig hann snýr.

Hurðirnar eru um 15-20 sm þykkar og því ætti að vera 45-55 sm breitt bil til að smeygja sér út úr hverjum bíl ef vel og jafnt er raðað í stæðin og því nægt rými til að komast út og inn í bílana.
Breiðustu pallbílarnir eru um 2ja metra breiðir og væri annar hver bíll af þeirri stærð myndu verða um 50-55 sentimetrar á milli bíla.
Ef meðalþykkt hurðanna er dregin frá yrði útgöngurýmið 35 sm breitt sem er nokkurn veginn það sem meðalmaður þarf til að smokra sér út.
Ef menn legðu þannig í stæði að annar hver bíll bakkaði inn í það og legði hægri hlið að hægri hlið næsta bíls myndi skapast aukið rými til að fara inn bílstjóramegin.

Ég geri þetta stundum ef þrengsli eru mikil en hef ekki séð neinn annan gera það.
Eftir ferðir erlendis sýmist mér ástandið, sem við blasir svo víða hér á landi, vera séríslenskt fyrirbæri.
Aðalástæðan er einfaldlega hugsundarleysi, tillitssleysi eða hrein frekja eftir atvikum en meðvirkandi er að hvergi á Vesturlöndum er eins hátt hlutfall af bílaflotanum stórir fjórhjóladrifsbílar og einnig furðu útbreidd vangeta til að aka bílum og leggja þeim í þrengslum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.12.2009 | 07:59
Eurostar olli vonbrigðum 2006.
Vorið 2006 þurftim við hjónin að fara á bílaleigubíl fram og til baka yfir Ermarsund á leið okkar til vettvangskönnunar á strönd Ermarsunds fyrir kvikmynd sem ber vinnuheitið "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland."
Hugsanleg innrás Þjóðverja í Ísland í september 1940 hefði tengst viðburðum við Ermarsund, bæði vegna undirbúnings Þjóðverja fyrir innrás í Bretland og einnig vegna þeirra áhrifa sem yfirráð Þjóðverja yfir Íslandi hefði getað haft á innrásina í Normandy og þar með gang styrjaldarinnar síðasta ár hennar.
Við ákváðum til þæginda og flýtis að fara með Eurostar um Ermarsundsgöngin.
Ferðin olli okkur að ýmsu leyti vonbrigðum vegna þeirra tafa sem urðu á leiðinni og líka vegna þess að þjónustan var stirð og að ýmsu leyti ekki í samræmi við þær væntingar sem svona nútímalegt samgöngumannvirki skapar.
Tímasparnaður og þægindi sem þessi ferðamáti átti að færa okkur reyndist miklu minni en við bjuggumst við.
Kannski voru væntingarnar of miklar og kannski kunnum við ekki nógu vel á kerfið svona í fyrstu ferðinni um göngin.
Á móti kemur að stór hluti ferðafólks hlýtur eðil málsins samkvæmt að vera á leið þarna yfir í fyrsta sinn og þjónustan ætti að miðast við það.
Afleiðingin varð sú að við völdum að fara með ferju til baka og njóta siglingarinnar yfir sundið.
Tafirnar núna og skortur á þjónustu og upplýsingum eru í hrópandi ósamræmi við það hve mikið framfaraspor í tækni og skilvirkri þjónustu þetta fyrirtæki átti að verða.
Miðað við reynsluna 2006 hefði átt að reka stjórnendur fyrirtækisins strax þá.
![]() |
Eurostar rennur af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2009 | 00:34
Þrír bílar í 5-6 stæðum.
Ég hef áður birt myndir af því hvernig Íslendingar leggja margir hverjir bílum sínum í stæði. Ætlaði að láta það nægja. En í dag blasti við táknmynd hugsunarháttarins sem lá að baki hruninu þegar ég var á ferð í Kópavogi, nánar tiltekið við hús útbús Landsbankans þar.

Þarna var mikil umferð og slegist um bílastæðin.
En á sama tíma, um og eftir klukkan fjögur, mátti sjá hvernig þrír bílastjórar ákváðu að hver um sig ætti rétt á tveimur bílastæðum fyrir einn bíl. Alls voru 2-3 stæði ónothæf vegna þessa meðan þessir bílar stóðu þarna.
Á efstu myndunum sést vel að hvíti bíllinn stendur þannig að línan, sem afmarkar bílastæðin, liggur undir miðjum bílnum.
Þótt bílarnir sitt hvorum megin leggi yfir línur stæða sinna hefði verið hægt að bakka hvíta bílnum inn í stæðið þétt upp við hliðina á gráa bílnum til vinstri, vegna þess að bílstjóri þess bíls kemst eftir sem áður greiðlega inn í bílstjórasæti hans.

Hins vegar er ótrúlegt að sjá hve fólk er oft ófært um að framkvæma jafn einfaldan hlut og að aka bíl afturábak.
Segjum sem svo að bílarnir sitt hvorum megin við þann hvíta hafi komið á eftir þeim hvíta og þess vegna hyllst tll að svindla svolítið á stæðum sínum, er ekkert hugsað um það að sá hvíti gæti farið og þeim bílstjórum gert erfiðara fyrir sem koma í staðinn fyrir hann.
Ég ek um á ódýrasta og minnsta bílnum í umferðinni og venjulega get ég smokrað honum inn í stæði, þótt annar bíll skagi vel inn í það.

Í þetta skipti var þetta ekki hægt, svo kyrfilega kom hvíti bíllinn í veg fyrir það.
Komið hefur fyrir að ég verði að gera þetta þannig að bílstjórinn á bílnum, sem stendur inn í mitt stæði, kemst ekki inn í hann nema hægra megin.
Ég haga því þá þannig að ég geti fylgst með bílnum og brugðið við ef bílstjórinn kemur.
Hafa þeir sumir orðið öskureiðir við þetta þótt minn bíll standi innan marka stæðisins en þeirra bíll ekki.
Ég hef þá boðist til að færa minn bíl hið snarasta en það hefur ekki sefað þá. Einn hótaði að kalla til lögreglu og ég bað hann blessaðan um að gera það. Þá sljákkaði í honum en jafnreiður var hann fyrir mínútu töf.

Í annað siinn lagði ég þétt upp að hægri hlið bílsins, sem stóð langt inn í mitt stæði, en bíljstórinn varð samt bálreiður vegna þess að hann sagði að ég ætti ekkert með að meina konu hans að komast hægra megin inn í bíl þeirra.
Ég benti honum á að það væri bakgír á bílnum hans og hann þyrfti aðeins að bakka þrjá metra til að konan kæmist inn og hún að ganga þremur metrum lengra en ella. .
Við þetta varð hann enn reiðari og sefaðist lítt þótt ég snaraðist upp í minn bíl og færði hann um þessa metra.

Í raun eru þessar uppákomur þrælfyndnar en þó íhugunarverðar.
Eða getið þið skilið hvers vegna bílstjórinn á bílnum á neðstu myndinni þarf að leggja bílnum á ská inn í stæðið og skaga inn í mitt stæðið við hliðina svo að þar er aðeins eftir lítið horn, sem einungis minnstu bílar geta troðið sér inn í?
Þótt þetta sé Lexus, þarf hann allt þetta pláss?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)